Innlent

Rannsaka árás á lóð Barnaskóla Vestmannaeyja

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú mál sem upp kom á lóð Barnaskóla Vestmannaeyja þann 21. maí síðdegis. Þá var lögreglu tilkynnt um að fjórir drengir á 16. ári hafi ráðist á þann fimmta, sem er á 14. ári. Að sögn lögreglu mun drengnum hafa verið haldið niðri af þremur drengjanna á meðan sá fjórði lamdi hann ítrekað.

Í tilkynningu lögreglu segir að málið sé litið alvarlegum augum og er það í rannsókn lögreglu. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort drengurinn hafi slasast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×