Jón Ásgeir Jóhannesson: Missti sjónar á góðum gildum Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 22. apríl 2010 11:36 Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í viðskiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátttöku í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist. Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrirtæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frábæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu. Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheiminum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn - en án raunverulegrar verðmætasköpunar. Sú sápukúla sprakk með eftirminnilegum hætti. Haustið 2008 brast á í heiminum fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekkinga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töpuðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verðmæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri. Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman seglin er óveðursskýin hrönnuðust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smáatriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Markmið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst. Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í viðskiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátttöku í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist. Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrirtæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frábæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu. Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheiminum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn - en án raunverulegrar verðmætasköpunar. Sú sápukúla sprakk með eftirminnilegum hætti. Haustið 2008 brast á í heiminum fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekkinga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töpuðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verðmæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri. Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman seglin er óveðursskýin hrönnuðust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smáatriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Markmið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst. Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun