
Jón Ásgeir Jóhannesson: Missti sjónar á góðum gildum
Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrirtæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frábæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu.
Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheiminum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn - en án raunverulegrar verðmætasköpunar. Sú sápukúla sprakk með eftirminnilegum hætti.
Haustið 2008 brast á í heiminum fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekkinga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töpuðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verðmæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri.
Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman seglin er óveðursskýin hrönnuðust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smáatriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Markmið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst.
Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju.
Skoðun

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar