Lífið

Tvöfalt leðurafmæli á Austur

Sóley klædd eftir þemanu, í leðurbuxum.
Sóley klædd eftir þemanu, í leðurbuxum. Mynd/Arnþór Birkisson.

Plötusnúðurinn Sóley Kristjánsdóttir og eiginmaður hennar, Freyr Frostason arkitekt, héldu sameiginlega afmælisveislu á skemmtistaðnum Austur um helgina. Sóley fagnaði þrítugsafmæli sínu og Freyr fertugsafmæli sínu.

Að auki fögnuðu þau þriggja ára brúðkaupsafmæli. Þema kvöldsins var tengt brúðkaupsafmælinu; gestir skyldu klæðast leðri.

Sumir tóku þær hugmyndir lengra en aðrir. Jón Atli Helgason, tónlistar- og hárgreiðslumaður, var leðurklæddur frá toppi til táar og skartaði til að mynda glæsilegum leðurhatti og GusGus-maðurinn Stebbi Steph mætti í sérsaumuðum þýskum lederhosen.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.