Lögreglukórinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 30. mars 2010 06:00 Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað gagnrýnislaust um nauðsyn þess að lögreglan fái auknar rannsóknarheimildir til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hugtakið forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu virðist vera samheiti yfir athafnir sem heimila lögreglu að hafa borgarana undir eftirliti og skerða þannig grundvallarmannréttindi þeirra án þess að þeir sem sæta eftirlitinu hafi réttarstöðu grunaðs manns í sérstöku sakamáli. Af framangreindri umfjöllun fjölmiðla má ráða að lögreglu sé almennt vel treystandi til að fara með slíkar rannsóknarheimildir lögum samkvæmt. Svo er ekki. Ólögmætt eftirlitMeð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 var íslenska ríkið dæmt til greiða einstaklingi skaðabætur vegna ólögmætrar notkunar á eftirfararbúnaði. Íslenska ríkið sótti um leyfi til að áfrýja málinu en því synjaði Hæstiréttur. Áður hafði Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bæri að láta af þeirri aðgerð að fylgjast með bifreið viðkomandi með eftirfararbúnaði, sbr. Hrd. í máli nr. 38/2008. Sú niðurstaða héraðsdóms að rannsóknaraðgerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ólögmæt og brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi stendur því óhögguð. Íslenska ríkið og lögregluyfirvöld viðurkenna að eftirfararbúnaður hafi verið notaður lengi við rannsókn sakamála á Íslandi eða a.m.k. frá árinu 1999. Búnaðurinn var því notaður ólöglega við rannsókn sakamála í að a.m.k. tíu ár, en notkuninni var veitt lagastoð 1. janúar 2009. Eftir því sem næst verður komist hafa mest verið til þrjú eintök af eftirfararbúnaðinum sem hafa verið í stanslausri notkun. Það verður því að telja að þeir aðilar sem búnaðinum var beitt gegn með ólögmætum hætti skipti tugum ef ekki hundruðum. Aðeins einn þessara manna hefur fengið tjón sitt bætt. Ástæðan fyrir því að aðrir hafa ekki leitað réttar síns er sú að þeim er ekki kunnugt um að lögreglan hafi beitt þá ólögmætum rannsóknaraðgerðum, en þeim sem eftirfararbúnaðinum var beint gegn var ekki tilkynnt um rannsóknaraðgerðina þegar hún var yfirstaðin eins og lögreglu ber að gera samkvæmt grunnreglum sakamálaréttarfars. Húsleit án heimildarUm miðjan dag í september 2009 braust Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu inn í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdi þar leit án þess að til grundvallar lægi dómsúrskurður sem heimilaði leitina. Rök lögreglunnar fyrir húsleitinni voru þau að heyra hefði mátt tónlist úr íbúðinni, en það væri þekkt aðferð fíknefnaræktenda að spila tónlist á meðan ræktun færi fram. Lögreglan gerði enga tilraun til þess að hafa samband við eiganda eða leigjanda íbúðarinnar áður en húsleitin var framkvæmd eins og lögreglu bar að gera lögum samkvæmt. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og leitin var ekki framkvæmd í þágu rannsóknar á sérstöku sakamáli þar sem leigjandi eða eigandi íbúðarinnar var með réttarstöðu grunaðs manns. Þegar leitin var yfirstaðin hafði lögreglan sambandi við leigjanda íbúðarinnar og bað hann að hitta lögreglu á bensínstöð við Miklubraut þar sem leigjandanum var tilkynnt um leitina á heimili hans og afhentir nýir lyklar að íbúðinni. Fjölmiðlar í húsleitSnemma á síðasta ári framkvæmdi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu húsleit á heimili barnafjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitin var framkvæmd á meðan að húsráðendur voru í fríi í útlöndum. Að frumkvæði lögreglu voru fjölmiðlamenn frá einum ljósvakamiðlanna viðstaddir húsleitina. Lögreglan veitti þeim aðgang að heimili fjölskyldunnar þar sem frétta- og kvikmyndatökumaður viðkomandi fjölmiðils athöfnuðu sig að vild. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og var sakamálið sem var grundvöllur húsleitarinnar fellt niður. Fjölskyldan hafði því ekkert sér til sakar unnið. Öðru máli gegnir um Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu sem gerðist sekur um margvísleg lögbrot gagnvart fjölskyldunni, s.s. brot gegn friðhelgi einkalífs, þagnarskyldu, meðalhófsreglu og reglum um réttláta málsmeðferð, með því að tilkynna fjölmiðlum um húsleitina og gefa þeim kost á að vera þátttakendur í leitinni. Benjamin Franklin sagði: Sá sem er reiðubúinn að fórna frelsinu fyrir öryggi á hvorugt skilið og mun á endanum tapa báðu. Af framangreindum dæmum og þeirri einhliða umræðu sem ríkir á Íslandi um ofangreind málefni, jafnt af hálfu fjölmiðlamanna sem stjórnmálamanna, er ljóst að aðvörunarorð bandaríska stjórnspekingsins eiga jafnvel við í dag og þegar þau féllu fyrst. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað gagnrýnislaust um nauðsyn þess að lögreglan fái auknar rannsóknarheimildir til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hugtakið forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu virðist vera samheiti yfir athafnir sem heimila lögreglu að hafa borgarana undir eftirliti og skerða þannig grundvallarmannréttindi þeirra án þess að þeir sem sæta eftirlitinu hafi réttarstöðu grunaðs manns í sérstöku sakamáli. Af framangreindri umfjöllun fjölmiðla má ráða að lögreglu sé almennt vel treystandi til að fara með slíkar rannsóknarheimildir lögum samkvæmt. Svo er ekki. Ólögmætt eftirlitMeð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 var íslenska ríkið dæmt til greiða einstaklingi skaðabætur vegna ólögmætrar notkunar á eftirfararbúnaði. Íslenska ríkið sótti um leyfi til að áfrýja málinu en því synjaði Hæstiréttur. Áður hafði Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bæri að láta af þeirri aðgerð að fylgjast með bifreið viðkomandi með eftirfararbúnaði, sbr. Hrd. í máli nr. 38/2008. Sú niðurstaða héraðsdóms að rannsóknaraðgerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ólögmæt og brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi stendur því óhögguð. Íslenska ríkið og lögregluyfirvöld viðurkenna að eftirfararbúnaður hafi verið notaður lengi við rannsókn sakamála á Íslandi eða a.m.k. frá árinu 1999. Búnaðurinn var því notaður ólöglega við rannsókn sakamála í að a.m.k. tíu ár, en notkuninni var veitt lagastoð 1. janúar 2009. Eftir því sem næst verður komist hafa mest verið til þrjú eintök af eftirfararbúnaðinum sem hafa verið í stanslausri notkun. Það verður því að telja að þeir aðilar sem búnaðinum var beitt gegn með ólögmætum hætti skipti tugum ef ekki hundruðum. Aðeins einn þessara manna hefur fengið tjón sitt bætt. Ástæðan fyrir því að aðrir hafa ekki leitað réttar síns er sú að þeim er ekki kunnugt um að lögreglan hafi beitt þá ólögmætum rannsóknaraðgerðum, en þeim sem eftirfararbúnaðinum var beint gegn var ekki tilkynnt um rannsóknaraðgerðina þegar hún var yfirstaðin eins og lögreglu ber að gera samkvæmt grunnreglum sakamálaréttarfars. Húsleit án heimildarUm miðjan dag í september 2009 braust Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu inn í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdi þar leit án þess að til grundvallar lægi dómsúrskurður sem heimilaði leitina. Rök lögreglunnar fyrir húsleitinni voru þau að heyra hefði mátt tónlist úr íbúðinni, en það væri þekkt aðferð fíknefnaræktenda að spila tónlist á meðan ræktun færi fram. Lögreglan gerði enga tilraun til þess að hafa samband við eiganda eða leigjanda íbúðarinnar áður en húsleitin var framkvæmd eins og lögreglu bar að gera lögum samkvæmt. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og leitin var ekki framkvæmd í þágu rannsóknar á sérstöku sakamáli þar sem leigjandi eða eigandi íbúðarinnar var með réttarstöðu grunaðs manns. Þegar leitin var yfirstaðin hafði lögreglan sambandi við leigjanda íbúðarinnar og bað hann að hitta lögreglu á bensínstöð við Miklubraut þar sem leigjandanum var tilkynnt um leitina á heimili hans og afhentir nýir lyklar að íbúðinni. Fjölmiðlar í húsleitSnemma á síðasta ári framkvæmdi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu húsleit á heimili barnafjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Húsleitin var framkvæmd á meðan að húsráðendur voru í fríi í útlöndum. Að frumkvæði lögreglu voru fjölmiðlamenn frá einum ljósvakamiðlanna viðstaddir húsleitina. Lögreglan veitti þeim aðgang að heimili fjölskyldunnar þar sem frétta- og kvikmyndatökumaður viðkomandi fjölmiðils athöfnuðu sig að vild. Ekkert saknæmt fannst við húsleit lögreglu og var sakamálið sem var grundvöllur húsleitarinnar fellt niður. Fjölskyldan hafði því ekkert sér til sakar unnið. Öðru máli gegnir um Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu sem gerðist sekur um margvísleg lögbrot gagnvart fjölskyldunni, s.s. brot gegn friðhelgi einkalífs, þagnarskyldu, meðalhófsreglu og reglum um réttláta málsmeðferð, með því að tilkynna fjölmiðlum um húsleitina og gefa þeim kost á að vera þátttakendur í leitinni. Benjamin Franklin sagði: Sá sem er reiðubúinn að fórna frelsinu fyrir öryggi á hvorugt skilið og mun á endanum tapa báðu. Af framangreindum dæmum og þeirri einhliða umræðu sem ríkir á Íslandi um ofangreind málefni, jafnt af hálfu fjölmiðlamanna sem stjórnmálamanna, er ljóst að aðvörunarorð bandaríska stjórnspekingsins eiga jafnvel við í dag og þegar þau féllu fyrst. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun