Erlent

Náðu upp flaki af herskipi

Óli Tynes skrifar
Gríðarstór krani var notaður til þess að hífa upp flakið.
Gríðarstór krani var notaður til þess að hífa upp flakið. Mynd/AP

Björgunarsveitir í Suður-Kóreu hafa náð upp á yfirborðið framhluta herskips sem sökk eftir dularfulla sprengingu í síðasta mánuði. Skipið brotnaði í tvennt við sprenginguna.

Afturhlutinn hélst á floti og var dreginn í land fljótlega eftir slysið. Chenon var 1200 tonna korvetta með 104. manna áhöfn.

Lík 32 skipverja fundust í framhluta skipsins. Fimmtíu og átta björguðust þegar skipið sökk, tvö lík hafa fundist síðan og 12 er enn saknað.

Ekkert er vitað hvað olli sprengingunni. Mögulegt er talið að það hafi orðið fyrir tundurskeyti frá Norður-Kóreskum kafbáti eða þá rekist á gamalt tundurdufl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×