Innlent

Notkun orðsins þykir særandi

Ásgrímur Angantýsson
Ásgrímur Angantýsson

Bleiki hnefinn - aðgerðahópur róttækra kynvillinga skorar á Ríkisútvarpið (RÚV) að taka upp orðið transfólk í stað orðsins kynskiptingur. Þetta á við þegar fjallað er um þá einstaklinga sem falla ekki að hefðbundnum hugmyndum um tvískiptingu kynjanna.

Samtökin Trans-Ísland hafa farið þess á leit við RÚV að hætta notkun á orðinu kynskiptingur, þar sem sumum einstaklingum þyki það niðrandi og neikvætt. Einnig er tekið fram í tilkynningu sem Bleiki hnefinn sendi frá sér að með notkun á orðinu sýni RÚV fram á virðingarleysi þar sem sumum þyki orðið særandi.

Ásgrímur Angantýsson, málfarsráðunautur RÚV, kannast ekkert við málið og fullyrðir að það hafi aldrei komið inn á borð til sín. Ef honum hefði borist slík beiðni hefði hann svarað henni og tekið hana til fullrar athugunar. Hann fagnar því að heyra þessa tillögu lagða fram og sér ekkert því til fyrirstöðu um að taka upp orðið transfólk í staðinn fyrir orðið kynskiptingar.

„Ég sé enga ástæðu til þess að útiloka það að notkun á orðinu verði tekin upp, alls ekki," segir Ásgrímur. „Þetta er notað, sums staðar í formlegu samhengi eins og í lagafrumvarpi og víðar." - sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×