Ólga meðal starfsfólks FME vegna nýrrar stöðu Erla Hlynsdóttir skrifar 11. október 2010 09:10 Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir stöðuna alls ekki hafa verið búna til fyrir ákveðinn einstakling Mynd: Vilhelm Gunnarsson Hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins (FME) er uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfið er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins en ekki var gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að starfið hafi beinlínis verið búið til fyrir starfsmann sem ráðinn var til stofnunarinnar í afleysingar á síðasta ári, tímabundið og án auglýsingar. Þegar afleysingatímabili lauk var viðkomandi starfsmaður settur í sérverkefni hjá stofnuninni og hefur starfað við þau síðasta hálfa árið.Ekki í rekstraráætlun Á sjöunda tug sótti um stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs en viðkomandi starfsmaður er einn þeirra fimm sen standa nú eftir. Fjármálaeftirlitið hefur vaxið síðustu misseri í takt við aukin verkefni og fengið rýmri fjárheimildir en áður. Samkvæmt skýrslu sem stofnunin skilaði til viðskiptaráðuneytis er gert ráð fyrir þrettán nýjum störfum á árinu 2010. Samkvæmt áætlun mun stöðugildum einnig fjölga á næsta ári. Starf sviðsstjóra rekstrarsviðs er þarna ekki á meðal, hvorki í áætlunum þessa árs né þess næsta.Nýr sviðsstjóri Staðan var auglýst í Fréttablaðinu 14. ágúst síðastliðinn. Þar kemur fram að sviðsstjóri heyri beint undir forstjóra stofnunarinnar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa ræddi við telja að Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi haft umræddan starfsmann í huga þegar starfið var búið til og starfslýsingin sé eftir því. Þeir taka einnig fram að sú venja hafi skapast hjá Fjármálaeftirlitinu að starfsfólki sé tilkynnt um nýjar stöður áður en þær séu auglýstar. Það hafi þó ekki verið gert áður en auglýst var eftir sviðsstjóra rekstrarsviðs. Eftir að auglýsingin birtist hafi Gunnar hins vegar tekið málið sérstaklega upp á fundi með starfsfólki og sagt að sú ólga sem hann hafi fundið fyrir í starfsmannahópnum vegna stöðunnar sé ástæðulaus.65 sóttu um Í auglýsingunni er nýju starfi lýst og farið yfir þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Þar segir aðeins um menntunarkröfur: „Háskólapróf sem nýtist í starfi." Sú menntun er ekki skýrð nánar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu 65 um stöðuna. Af þeim voru 15 boðaðir í viðtöl. Nú standa eftir fimm manns sem koma til greina í stöðuna, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þar á meðal er áðurnefndur starfsmaður Fjármálaeftirlitsins. Sá starfsmaður er með BS-gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands og hefur aflað sér kennsluréttinda. Auk þess hefur hann numið mannauðsstjórnun án þess þó að ljúka prófi. Það vekur undrun starfsfólks Fjármálaeftirlitsins að ekki séu gerðar meiri menntunarkröfur til aðila sem á að starfa yfir rekstrarsviði þessarar mikilvægu ríkisstofnunar sem gerðar eru enn meiri kröfur til en áður. Í starfslýsingu kemur meðal annars fram að starfið feli í sér yfirumsjón með mannauðsmálum, mat á mannaflaþörf og umsjón með ráðningum. Í menntunar- og hæfniskröfum segir að umsækjendur þurfi að hafa reynslu af mannauðs- og fræðslumálum, en viðkomandi starfsmaður hefur starfað sem mannauðsstjóri hjá fjármálafyrirtæki í einkaeigu.Forstjóri hefur lokaorðið Capacent sér um ráðningarferlið í samstarfið við Fjármálaeftirlitið, eins og tíðkast hefur hjá hinu opinbera. Gunnar hefur þó lokaorðið þegar kemur að ráðningunni. Í samtali við fréttastofu staðfestir Gunnar að ekki hafi verið gert ráð fyrir starfinu í rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins. Eftir að áætlun var skilað inn til viðskiptaráðuneytis hafi stjórn stofnunarinnar samþykkt að þessi nýja staða yrði til og rúmast hún innan fjárheimilda stofnunarinnar. Breyting til hagræðingar Gunnar segir af og frá að starfið hafi verið búið til fyrir umræddan starfsmann. „Að sjálfsögðu ekki," segir hann. Gunnar hefur þó haft veður af þeim orðrómi: „Það eru alltaf einhverjar slíkar vangaveltur." Gunnar kannast vissulega við ólgu meðal starfsmanna vegna nýja starfsins og fyrirhugaðrar ráðningar en segist engar skýringar hafa á henni. Hann segir að starfið hafi verið búið til á rekstrarlegum forsendum. „Þetta er einföld breyting til hagfræðingar til að auka skilvirkni stofnunarinnar á margan hátt," segir Gunnar. Búist er við að ráðið verði stöðuna á allra næstu dögum. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins (FME) er uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfið er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins en ekki var gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að starfið hafi beinlínis verið búið til fyrir starfsmann sem ráðinn var til stofnunarinnar í afleysingar á síðasta ári, tímabundið og án auglýsingar. Þegar afleysingatímabili lauk var viðkomandi starfsmaður settur í sérverkefni hjá stofnuninni og hefur starfað við þau síðasta hálfa árið.Ekki í rekstraráætlun Á sjöunda tug sótti um stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs en viðkomandi starfsmaður er einn þeirra fimm sen standa nú eftir. Fjármálaeftirlitið hefur vaxið síðustu misseri í takt við aukin verkefni og fengið rýmri fjárheimildir en áður. Samkvæmt skýrslu sem stofnunin skilaði til viðskiptaráðuneytis er gert ráð fyrir þrettán nýjum störfum á árinu 2010. Samkvæmt áætlun mun stöðugildum einnig fjölga á næsta ári. Starf sviðsstjóra rekstrarsviðs er þarna ekki á meðal, hvorki í áætlunum þessa árs né þess næsta.Nýr sviðsstjóri Staðan var auglýst í Fréttablaðinu 14. ágúst síðastliðinn. Þar kemur fram að sviðsstjóri heyri beint undir forstjóra stofnunarinnar. Þeir starfsmenn sem fréttastofa ræddi við telja að Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi haft umræddan starfsmann í huga þegar starfið var búið til og starfslýsingin sé eftir því. Þeir taka einnig fram að sú venja hafi skapast hjá Fjármálaeftirlitinu að starfsfólki sé tilkynnt um nýjar stöður áður en þær séu auglýstar. Það hafi þó ekki verið gert áður en auglýst var eftir sviðsstjóra rekstrarsviðs. Eftir að auglýsingin birtist hafi Gunnar hins vegar tekið málið sérstaklega upp á fundi með starfsfólki og sagt að sú ólga sem hann hafi fundið fyrir í starfsmannahópnum vegna stöðunnar sé ástæðulaus.65 sóttu um Í auglýsingunni er nýju starfi lýst og farið yfir þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Þar segir aðeins um menntunarkröfur: „Háskólapróf sem nýtist í starfi." Sú menntun er ekki skýrð nánar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu 65 um stöðuna. Af þeim voru 15 boðaðir í viðtöl. Nú standa eftir fimm manns sem koma til greina í stöðuna, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þar á meðal er áðurnefndur starfsmaður Fjármálaeftirlitsins. Sá starfsmaður er með BS-gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands og hefur aflað sér kennsluréttinda. Auk þess hefur hann numið mannauðsstjórnun án þess þó að ljúka prófi. Það vekur undrun starfsfólks Fjármálaeftirlitsins að ekki séu gerðar meiri menntunarkröfur til aðila sem á að starfa yfir rekstrarsviði þessarar mikilvægu ríkisstofnunar sem gerðar eru enn meiri kröfur til en áður. Í starfslýsingu kemur meðal annars fram að starfið feli í sér yfirumsjón með mannauðsmálum, mat á mannaflaþörf og umsjón með ráðningum. Í menntunar- og hæfniskröfum segir að umsækjendur þurfi að hafa reynslu af mannauðs- og fræðslumálum, en viðkomandi starfsmaður hefur starfað sem mannauðsstjóri hjá fjármálafyrirtæki í einkaeigu.Forstjóri hefur lokaorðið Capacent sér um ráðningarferlið í samstarfið við Fjármálaeftirlitið, eins og tíðkast hefur hjá hinu opinbera. Gunnar hefur þó lokaorðið þegar kemur að ráðningunni. Í samtali við fréttastofu staðfestir Gunnar að ekki hafi verið gert ráð fyrir starfinu í rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins. Eftir að áætlun var skilað inn til viðskiptaráðuneytis hafi stjórn stofnunarinnar samþykkt að þessi nýja staða yrði til og rúmast hún innan fjárheimilda stofnunarinnar. Breyting til hagræðingar Gunnar segir af og frá að starfið hafi verið búið til fyrir umræddan starfsmann. „Að sjálfsögðu ekki," segir hann. Gunnar hefur þó haft veður af þeim orðrómi: „Það eru alltaf einhverjar slíkar vangaveltur." Gunnar kannast vissulega við ólgu meðal starfsmanna vegna nýja starfsins og fyrirhugaðrar ráðningar en segist engar skýringar hafa á henni. Hann segir að starfið hafi verið búið til á rekstrarlegum forsendum. „Þetta er einföld breyting til hagfræðingar til að auka skilvirkni stofnunarinnar á margan hátt," segir Gunnar. Búist er við að ráðið verði stöðuna á allra næstu dögum.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira