Enn víða hvasst 17. desember 2010 22:25 Frá Neskaupstað síðdegis Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa haft nóg að gera í dag og í kvöld vegna aftakaveðurs víðsvegar um landið. Dregið hefur úr vindi eftir því sem liðið hefur á kvöldið en þó er ennþá hvasst á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þar er ekkert ferðaveður samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni fyrr í kvöld. Talvert tjón varð í dag en engin slys urðu á fólki. Þakplötur fuku af húsum á suðvesturhorni landsins seinnipartinn. Í Sandgerði fuku kör á bíla í höfninni og í Grindavík fuku lausir munir, þakplötur og flaggstangir. Björgunarsveitin á Dalvík fylgdi bíl með veikt barn til Akureyrar og í Húnaþingi vestra var ökumaður sóttur í bíl sinn við Laugabakka þar sem viðkomandi ekki sá út úr augum. Á höfuðborgarsvæðinu losnaði fyrrum varðskipið Þór frá bryggju í Gufunesi og strandaði í fjörunni. Tengdar fréttir Björgunarsveitir í útköllum Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fór á Fjarðarheiði til að aðstoða bíl sem festist á heiðinni í mikilli ofankomu en slæmt veður er á heiðinni eins og víðar um land. Heiðin er ófær en ekkert amaði að fólkinu í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er leiðindaveður á Austurlandi og enn verra niðri á Fjörðum og upp til heiða. 17. desember 2010 11:18 Myndband af þakinu rifna Þök rifnuðu af húsum í Keflavík, gamla varðskipið Þór strandaði við Gufunes og bílar hafa fokið til víða um land í aftakaveðri sem geisað hefur í allan dag. Með myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt sést meðal annars þegar þak fauk af húsi við Austurgötu í Keflavík á fjórða tímanum. 17. desember 2010 19:52 Ekkert ferðaveður og búist við stormi Ekkert ferðaveður er á landinu í dag og búist er við stormi. Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt víða 18 til 25 metrum á sekúntu upp úr hádegi. Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi seint í kvöld, fyrst austantil. 17. desember 2010 08:37 Bálhvasst á Kjalarnesi - bílar hafa fokið til Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu segir að þessa stundina sé ekkert ferðaveður á Kjalarnesi. Við Esjumela hafa bílar fokið til í hvassviðrinu. Þá er einnig mjög hvasst í Mosfellsdal. 17. desember 2010 15:56 Þök fjúka á Suðurnesjum Vonskuveður er á Suðurnesjum líkt og út um allt land. Vísir fékk rétt í þessu sendar myndir þar sem sést hvernig vindurinn er byrjaður að rífa upp þök á húsum. Fleiri hrikalegar myndir sem náðust af þaki rifna upp verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17. desember 2010 16:51 Snælduvitlaust veður á Austurlandi - björgunarsveitir í biðstöðu Björgunarsveitir á Austurlandi hafa frá því í klukkan fimm í morgun sinnt fjölda aðstoðarbeiðna og veður þar er að sögn heimamanna ennþá „snælduvitlaust". Á þessari stundu er hlé á aðgerðum en björgunarsveitir bíða í húsi og búast við nýrri törn síðar í dag þegar vaktaskipti verða í álveri Alcoa á Reyðarfirði og fólk þarf að komast til síns heima á fjörðunum. Auk útkalla í Þorlákshöfn og Árborg sem urðu rétt fyrir hádegi hafa á síðasta tímanum björgunarsveitir í Borgarfirði eystra, Garði, Sandgerði, Mosfellsbæ og Kjalarnesi verið kallaðar út. Í flestum tilvikum er um fok á þakplötum eða að þök eru að losna af húsum. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í viðbragðsstöðu í húsum sínum. 17. desember 2010 15:18 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa haft nóg að gera í dag og í kvöld vegna aftakaveðurs víðsvegar um landið. Dregið hefur úr vindi eftir því sem liðið hefur á kvöldið en þó er ennþá hvasst á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þar er ekkert ferðaveður samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni fyrr í kvöld. Talvert tjón varð í dag en engin slys urðu á fólki. Þakplötur fuku af húsum á suðvesturhorni landsins seinnipartinn. Í Sandgerði fuku kör á bíla í höfninni og í Grindavík fuku lausir munir, þakplötur og flaggstangir. Björgunarsveitin á Dalvík fylgdi bíl með veikt barn til Akureyrar og í Húnaþingi vestra var ökumaður sóttur í bíl sinn við Laugabakka þar sem viðkomandi ekki sá út úr augum. Á höfuðborgarsvæðinu losnaði fyrrum varðskipið Þór frá bryggju í Gufunesi og strandaði í fjörunni.
Tengdar fréttir Björgunarsveitir í útköllum Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fór á Fjarðarheiði til að aðstoða bíl sem festist á heiðinni í mikilli ofankomu en slæmt veður er á heiðinni eins og víðar um land. Heiðin er ófær en ekkert amaði að fólkinu í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er leiðindaveður á Austurlandi og enn verra niðri á Fjörðum og upp til heiða. 17. desember 2010 11:18 Myndband af þakinu rifna Þök rifnuðu af húsum í Keflavík, gamla varðskipið Þór strandaði við Gufunes og bílar hafa fokið til víða um land í aftakaveðri sem geisað hefur í allan dag. Með myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt sést meðal annars þegar þak fauk af húsi við Austurgötu í Keflavík á fjórða tímanum. 17. desember 2010 19:52 Ekkert ferðaveður og búist við stormi Ekkert ferðaveður er á landinu í dag og búist er við stormi. Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt víða 18 til 25 metrum á sekúntu upp úr hádegi. Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi seint í kvöld, fyrst austantil. 17. desember 2010 08:37 Bálhvasst á Kjalarnesi - bílar hafa fokið til Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu segir að þessa stundina sé ekkert ferðaveður á Kjalarnesi. Við Esjumela hafa bílar fokið til í hvassviðrinu. Þá er einnig mjög hvasst í Mosfellsdal. 17. desember 2010 15:56 Þök fjúka á Suðurnesjum Vonskuveður er á Suðurnesjum líkt og út um allt land. Vísir fékk rétt í þessu sendar myndir þar sem sést hvernig vindurinn er byrjaður að rífa upp þök á húsum. Fleiri hrikalegar myndir sem náðust af þaki rifna upp verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17. desember 2010 16:51 Snælduvitlaust veður á Austurlandi - björgunarsveitir í biðstöðu Björgunarsveitir á Austurlandi hafa frá því í klukkan fimm í morgun sinnt fjölda aðstoðarbeiðna og veður þar er að sögn heimamanna ennþá „snælduvitlaust". Á þessari stundu er hlé á aðgerðum en björgunarsveitir bíða í húsi og búast við nýrri törn síðar í dag þegar vaktaskipti verða í álveri Alcoa á Reyðarfirði og fólk þarf að komast til síns heima á fjörðunum. Auk útkalla í Þorlákshöfn og Árborg sem urðu rétt fyrir hádegi hafa á síðasta tímanum björgunarsveitir í Borgarfirði eystra, Garði, Sandgerði, Mosfellsbæ og Kjalarnesi verið kallaðar út. Í flestum tilvikum er um fok á þakplötum eða að þök eru að losna af húsum. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í viðbragðsstöðu í húsum sínum. 17. desember 2010 15:18 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Björgunarsveitir í útköllum Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fór á Fjarðarheiði til að aðstoða bíl sem festist á heiðinni í mikilli ofankomu en slæmt veður er á heiðinni eins og víðar um land. Heiðin er ófær en ekkert amaði að fólkinu í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er leiðindaveður á Austurlandi og enn verra niðri á Fjörðum og upp til heiða. 17. desember 2010 11:18
Myndband af þakinu rifna Þök rifnuðu af húsum í Keflavík, gamla varðskipið Þór strandaði við Gufunes og bílar hafa fokið til víða um land í aftakaveðri sem geisað hefur í allan dag. Með myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt sést meðal annars þegar þak fauk af húsi við Austurgötu í Keflavík á fjórða tímanum. 17. desember 2010 19:52
Ekkert ferðaveður og búist við stormi Ekkert ferðaveður er á landinu í dag og búist er við stormi. Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt víða 18 til 25 metrum á sekúntu upp úr hádegi. Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi seint í kvöld, fyrst austantil. 17. desember 2010 08:37
Bálhvasst á Kjalarnesi - bílar hafa fokið til Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu segir að þessa stundina sé ekkert ferðaveður á Kjalarnesi. Við Esjumela hafa bílar fokið til í hvassviðrinu. Þá er einnig mjög hvasst í Mosfellsdal. 17. desember 2010 15:56
Þök fjúka á Suðurnesjum Vonskuveður er á Suðurnesjum líkt og út um allt land. Vísir fékk rétt í þessu sendar myndir þar sem sést hvernig vindurinn er byrjaður að rífa upp þök á húsum. Fleiri hrikalegar myndir sem náðust af þaki rifna upp verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17. desember 2010 16:51
Snælduvitlaust veður á Austurlandi - björgunarsveitir í biðstöðu Björgunarsveitir á Austurlandi hafa frá því í klukkan fimm í morgun sinnt fjölda aðstoðarbeiðna og veður þar er að sögn heimamanna ennþá „snælduvitlaust". Á þessari stundu er hlé á aðgerðum en björgunarsveitir bíða í húsi og búast við nýrri törn síðar í dag þegar vaktaskipti verða í álveri Alcoa á Reyðarfirði og fólk þarf að komast til síns heima á fjörðunum. Auk útkalla í Þorlákshöfn og Árborg sem urðu rétt fyrir hádegi hafa á síðasta tímanum björgunarsveitir í Borgarfirði eystra, Garði, Sandgerði, Mosfellsbæ og Kjalarnesi verið kallaðar út. Í flestum tilvikum er um fok á þakplötum eða að þök eru að losna af húsum. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í viðbragðsstöðu í húsum sínum. 17. desember 2010 15:18