Úrelt sjónarmið í umræðu um landbúnaðarmál Sindri Sigurgeirsson skrifar 17. desember 2010 06:00 Kristján E. Guðmundsson skrifar grein í blaðið þann 13. þ.m. sem hann nefnir „Offramleiðsla á lambakjöti". Grein sína hefur Kristján á að rifja upp skemmtilega 50 ára gamla sögu frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi. Því miður virðast sjónarmið hans byggð á upplýsingum sem eru álíka gamlar og löngu úreltar. Í fyrsta lagi þá er stuðningur við sauðfjárbændur ekki beintengdur framleiðslu og hefur ekki verið það síðan farið var að ákvarða hann í búvörusamningum fyrir tæpum 20 árum. Í samningunum eru skilgreindar afmarkaðar fjárhæðir til ákveðinna verkefna. Það þýðir að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló. Kristján er sennilega með þarna í huga gamla niðurgreiðslukerfið þar sem tryggð var ákveðin niðurgreiðsla á hvert framleitt kíló án tillits til framleiðslumagns, en það er löngu aflagt. Þessa rangfærslu margítrekar Kristján í greininni. Til að koma í veg fyrir frekari misskilning vil ég einnig taka fram að engin opinber verðstýring er heldur á kindakjöti. Í öðru lagi þá er engin sérstök niðurgreiðsla á útflutning. Útflutningsbætur voru aflagðar 1992. Eins og áður sagði þá er stuðningurinn ekki bundinn framleiðslumagni og því myndi engu breyta þó að ekki væri flutt út eitt einasta kíló af lambakjöti. Sumstaðar eru enn greiddar verulegar útflutningsbætur á landbúnaðarvörur, eins og t.d. í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og kannski hefur Kristján talið að þær væru hér enn við lýði. Í þriðja lagi er fjarri sanni að kerfið hvetji til aukinnar framleiðslu og ég skil ekki hvernig Kristjáni tekst að fá það út. Framleiðslan árið 2000 var 9.735 tonn en 8.841 tonn árið 2009 sem er um 9% minna. Árin þar á milli var hún að meðaltali 8.700 tonn. Sé framleiðslan borin saman við sölu árin 2000-2010 þá er framleiðsla umfram sölu 2,7%. Meginhluta þess má skrifa á frostrýrnun en þeir sem til þekkja vita að kjöt sem þarf að geyma lengi í frysti léttist vegna uppgufunar. Alltaf þarf að frysta meginhluta framleiðslunnar vegna þess að slátrað er aðeins í rúma tvo mánuði á ári, en sala fer fram allt árið. Í fjórða lagi endurtekur Kristján gömlu söguna um haugakjötið og lætur það hljóma eins og það hafi viðgengist að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl eftir að hafa verið úðað með eiturefnum. Sannleikurinn er sá að í eitt skipti árið 1987 voru 170 tonn af tveggja ára gömlu 2. flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var sem sagt gert einu sinni, en sumir muna það enn vegna þess að RÚV birti sjónvarpsfrétt um málið. Enn fremur ákallar Kristján náttúrverndarsinna eins og sauðfjárframleiðslan sé enn að ofnýta landið. Um 90% framleiðslunnar eru innan gæðastýringar. Þar er m.a. kveðið á um að taka verði út allt land þátttakenda með tilliti til beitarþols. Bannað er að rýra landgæði og komi slíkt upp missir viðkomandi bóndi aðild að gæðastýringunni. Fyrir liggur jafnframt að hundruð bænda vinna gríðarlegt starf við landgræðsluverkefni og Samtök sauðfjárbænda undirrituðu fyrr á árinu samstarfssamning við Landgræðsluna um enn frekari verkefni. Á þeim áratug sem nú er að enda þá var það svo lengi framan af að lægra verð fékkst fyrir útflutt kjöt en það sem seldist innanlands. Þess gætti jafnframt í verðlagningu til bænda. Þess vegna var í gildi útflutningsskylda þar sem bændur skiptu á milli sín útflutningnum. Hún er nú aflögð og verð til bænda er það sama hvort sem kjötið er selt hérlendis eða erlendis. Fall krónunnar árið 2008 gerði verð á erlendum mörkuðum hagstæðara og það er nú í sumum tilvikum betra en innanlandsverð. Síðustu misseri hefur eftirspurn jafnframt aukist og verð hækkað í erlendri mynt. Útlit er fyrir að útflutningstekjur af sauðfjárafurðum verði tæpir 2,5 milljarðar á þessu ári. Við sauðfjárbændur erum stoltir af okkar framleiðslu og þeim gjaldeyristekjum sem greinin aflar íslenskri þjóð. Við vonumst til að sem flestir geti glaðst með okkur yfir því. Hvaða skoðun sem menn hafa á íslenskum landbúnaði og stuðningi við hann verður a.m.k. að byggja umræðuna á staðreyndum en ekki gömlum staðalímyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján E. Guðmundsson skrifar grein í blaðið þann 13. þ.m. sem hann nefnir „Offramleiðsla á lambakjöti". Grein sína hefur Kristján á að rifja upp skemmtilega 50 ára gamla sögu frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi. Því miður virðast sjónarmið hans byggð á upplýsingum sem eru álíka gamlar og löngu úreltar. Í fyrsta lagi þá er stuðningur við sauðfjárbændur ekki beintengdur framleiðslu og hefur ekki verið það síðan farið var að ákvarða hann í búvörusamningum fyrir tæpum 20 árum. Í samningunum eru skilgreindar afmarkaðar fjárhæðir til ákveðinna verkefna. Það þýðir að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló. Kristján er sennilega með þarna í huga gamla niðurgreiðslukerfið þar sem tryggð var ákveðin niðurgreiðsla á hvert framleitt kíló án tillits til framleiðslumagns, en það er löngu aflagt. Þessa rangfærslu margítrekar Kristján í greininni. Til að koma í veg fyrir frekari misskilning vil ég einnig taka fram að engin opinber verðstýring er heldur á kindakjöti. Í öðru lagi þá er engin sérstök niðurgreiðsla á útflutning. Útflutningsbætur voru aflagðar 1992. Eins og áður sagði þá er stuðningurinn ekki bundinn framleiðslumagni og því myndi engu breyta þó að ekki væri flutt út eitt einasta kíló af lambakjöti. Sumstaðar eru enn greiddar verulegar útflutningsbætur á landbúnaðarvörur, eins og t.d. í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og kannski hefur Kristján talið að þær væru hér enn við lýði. Í þriðja lagi er fjarri sanni að kerfið hvetji til aukinnar framleiðslu og ég skil ekki hvernig Kristjáni tekst að fá það út. Framleiðslan árið 2000 var 9.735 tonn en 8.841 tonn árið 2009 sem er um 9% minna. Árin þar á milli var hún að meðaltali 8.700 tonn. Sé framleiðslan borin saman við sölu árin 2000-2010 þá er framleiðsla umfram sölu 2,7%. Meginhluta þess má skrifa á frostrýrnun en þeir sem til þekkja vita að kjöt sem þarf að geyma lengi í frysti léttist vegna uppgufunar. Alltaf þarf að frysta meginhluta framleiðslunnar vegna þess að slátrað er aðeins í rúma tvo mánuði á ári, en sala fer fram allt árið. Í fjórða lagi endurtekur Kristján gömlu söguna um haugakjötið og lætur það hljóma eins og það hafi viðgengist að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl eftir að hafa verið úðað með eiturefnum. Sannleikurinn er sá að í eitt skipti árið 1987 voru 170 tonn af tveggja ára gömlu 2. flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var sem sagt gert einu sinni, en sumir muna það enn vegna þess að RÚV birti sjónvarpsfrétt um málið. Enn fremur ákallar Kristján náttúrverndarsinna eins og sauðfjárframleiðslan sé enn að ofnýta landið. Um 90% framleiðslunnar eru innan gæðastýringar. Þar er m.a. kveðið á um að taka verði út allt land þátttakenda með tilliti til beitarþols. Bannað er að rýra landgæði og komi slíkt upp missir viðkomandi bóndi aðild að gæðastýringunni. Fyrir liggur jafnframt að hundruð bænda vinna gríðarlegt starf við landgræðsluverkefni og Samtök sauðfjárbænda undirrituðu fyrr á árinu samstarfssamning við Landgræðsluna um enn frekari verkefni. Á þeim áratug sem nú er að enda þá var það svo lengi framan af að lægra verð fékkst fyrir útflutt kjöt en það sem seldist innanlands. Þess gætti jafnframt í verðlagningu til bænda. Þess vegna var í gildi útflutningsskylda þar sem bændur skiptu á milli sín útflutningnum. Hún er nú aflögð og verð til bænda er það sama hvort sem kjötið er selt hérlendis eða erlendis. Fall krónunnar árið 2008 gerði verð á erlendum mörkuðum hagstæðara og það er nú í sumum tilvikum betra en innanlandsverð. Síðustu misseri hefur eftirspurn jafnframt aukist og verð hækkað í erlendri mynt. Útlit er fyrir að útflutningstekjur af sauðfjárafurðum verði tæpir 2,5 milljarðar á þessu ári. Við sauðfjárbændur erum stoltir af okkar framleiðslu og þeim gjaldeyristekjum sem greinin aflar íslenskri þjóð. Við vonumst til að sem flestir geti glaðst með okkur yfir því. Hvaða skoðun sem menn hafa á íslenskum landbúnaði og stuðningi við hann verður a.m.k. að byggja umræðuna á staðreyndum en ekki gömlum staðalímyndum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar