Úrelt sjónarmið í umræðu um landbúnaðarmál Sindri Sigurgeirsson skrifar 17. desember 2010 06:00 Kristján E. Guðmundsson skrifar grein í blaðið þann 13. þ.m. sem hann nefnir „Offramleiðsla á lambakjöti". Grein sína hefur Kristján á að rifja upp skemmtilega 50 ára gamla sögu frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi. Því miður virðast sjónarmið hans byggð á upplýsingum sem eru álíka gamlar og löngu úreltar. Í fyrsta lagi þá er stuðningur við sauðfjárbændur ekki beintengdur framleiðslu og hefur ekki verið það síðan farið var að ákvarða hann í búvörusamningum fyrir tæpum 20 árum. Í samningunum eru skilgreindar afmarkaðar fjárhæðir til ákveðinna verkefna. Það þýðir að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló. Kristján er sennilega með þarna í huga gamla niðurgreiðslukerfið þar sem tryggð var ákveðin niðurgreiðsla á hvert framleitt kíló án tillits til framleiðslumagns, en það er löngu aflagt. Þessa rangfærslu margítrekar Kristján í greininni. Til að koma í veg fyrir frekari misskilning vil ég einnig taka fram að engin opinber verðstýring er heldur á kindakjöti. Í öðru lagi þá er engin sérstök niðurgreiðsla á útflutning. Útflutningsbætur voru aflagðar 1992. Eins og áður sagði þá er stuðningurinn ekki bundinn framleiðslumagni og því myndi engu breyta þó að ekki væri flutt út eitt einasta kíló af lambakjöti. Sumstaðar eru enn greiddar verulegar útflutningsbætur á landbúnaðarvörur, eins og t.d. í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og kannski hefur Kristján talið að þær væru hér enn við lýði. Í þriðja lagi er fjarri sanni að kerfið hvetji til aukinnar framleiðslu og ég skil ekki hvernig Kristjáni tekst að fá það út. Framleiðslan árið 2000 var 9.735 tonn en 8.841 tonn árið 2009 sem er um 9% minna. Árin þar á milli var hún að meðaltali 8.700 tonn. Sé framleiðslan borin saman við sölu árin 2000-2010 þá er framleiðsla umfram sölu 2,7%. Meginhluta þess má skrifa á frostrýrnun en þeir sem til þekkja vita að kjöt sem þarf að geyma lengi í frysti léttist vegna uppgufunar. Alltaf þarf að frysta meginhluta framleiðslunnar vegna þess að slátrað er aðeins í rúma tvo mánuði á ári, en sala fer fram allt árið. Í fjórða lagi endurtekur Kristján gömlu söguna um haugakjötið og lætur það hljóma eins og það hafi viðgengist að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl eftir að hafa verið úðað með eiturefnum. Sannleikurinn er sá að í eitt skipti árið 1987 voru 170 tonn af tveggja ára gömlu 2. flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var sem sagt gert einu sinni, en sumir muna það enn vegna þess að RÚV birti sjónvarpsfrétt um málið. Enn fremur ákallar Kristján náttúrverndarsinna eins og sauðfjárframleiðslan sé enn að ofnýta landið. Um 90% framleiðslunnar eru innan gæðastýringar. Þar er m.a. kveðið á um að taka verði út allt land þátttakenda með tilliti til beitarþols. Bannað er að rýra landgæði og komi slíkt upp missir viðkomandi bóndi aðild að gæðastýringunni. Fyrir liggur jafnframt að hundruð bænda vinna gríðarlegt starf við landgræðsluverkefni og Samtök sauðfjárbænda undirrituðu fyrr á árinu samstarfssamning við Landgræðsluna um enn frekari verkefni. Á þeim áratug sem nú er að enda þá var það svo lengi framan af að lægra verð fékkst fyrir útflutt kjöt en það sem seldist innanlands. Þess gætti jafnframt í verðlagningu til bænda. Þess vegna var í gildi útflutningsskylda þar sem bændur skiptu á milli sín útflutningnum. Hún er nú aflögð og verð til bænda er það sama hvort sem kjötið er selt hérlendis eða erlendis. Fall krónunnar árið 2008 gerði verð á erlendum mörkuðum hagstæðara og það er nú í sumum tilvikum betra en innanlandsverð. Síðustu misseri hefur eftirspurn jafnframt aukist og verð hækkað í erlendri mynt. Útlit er fyrir að útflutningstekjur af sauðfjárafurðum verði tæpir 2,5 milljarðar á þessu ári. Við sauðfjárbændur erum stoltir af okkar framleiðslu og þeim gjaldeyristekjum sem greinin aflar íslenskri þjóð. Við vonumst til að sem flestir geti glaðst með okkur yfir því. Hvaða skoðun sem menn hafa á íslenskum landbúnaði og stuðningi við hann verður a.m.k. að byggja umræðuna á staðreyndum en ekki gömlum staðalímyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar. Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Kristján E. Guðmundsson skrifar grein í blaðið þann 13. þ.m. sem hann nefnir „Offramleiðsla á lambakjöti". Grein sína hefur Kristján á að rifja upp skemmtilega 50 ára gamla sögu frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi. Því miður virðast sjónarmið hans byggð á upplýsingum sem eru álíka gamlar og löngu úreltar. Í fyrsta lagi þá er stuðningur við sauðfjárbændur ekki beintengdur framleiðslu og hefur ekki verið það síðan farið var að ákvarða hann í búvörusamningum fyrir tæpum 20 árum. Í samningunum eru skilgreindar afmarkaðar fjárhæðir til ákveðinna verkefna. Það þýðir að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló. Kristján er sennilega með þarna í huga gamla niðurgreiðslukerfið þar sem tryggð var ákveðin niðurgreiðsla á hvert framleitt kíló án tillits til framleiðslumagns, en það er löngu aflagt. Þessa rangfærslu margítrekar Kristján í greininni. Til að koma í veg fyrir frekari misskilning vil ég einnig taka fram að engin opinber verðstýring er heldur á kindakjöti. Í öðru lagi þá er engin sérstök niðurgreiðsla á útflutning. Útflutningsbætur voru aflagðar 1992. Eins og áður sagði þá er stuðningurinn ekki bundinn framleiðslumagni og því myndi engu breyta þó að ekki væri flutt út eitt einasta kíló af lambakjöti. Sumstaðar eru enn greiddar verulegar útflutningsbætur á landbúnaðarvörur, eins og t.d. í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og kannski hefur Kristján talið að þær væru hér enn við lýði. Í þriðja lagi er fjarri sanni að kerfið hvetji til aukinnar framleiðslu og ég skil ekki hvernig Kristjáni tekst að fá það út. Framleiðslan árið 2000 var 9.735 tonn en 8.841 tonn árið 2009 sem er um 9% minna. Árin þar á milli var hún að meðaltali 8.700 tonn. Sé framleiðslan borin saman við sölu árin 2000-2010 þá er framleiðsla umfram sölu 2,7%. Meginhluta þess má skrifa á frostrýrnun en þeir sem til þekkja vita að kjöt sem þarf að geyma lengi í frysti léttist vegna uppgufunar. Alltaf þarf að frysta meginhluta framleiðslunnar vegna þess að slátrað er aðeins í rúma tvo mánuði á ári, en sala fer fram allt árið. Í fjórða lagi endurtekur Kristján gömlu söguna um haugakjötið og lætur það hljóma eins og það hafi viðgengist að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl eftir að hafa verið úðað með eiturefnum. Sannleikurinn er sá að í eitt skipti árið 1987 voru 170 tonn af tveggja ára gömlu 2. flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var sem sagt gert einu sinni, en sumir muna það enn vegna þess að RÚV birti sjónvarpsfrétt um málið. Enn fremur ákallar Kristján náttúrverndarsinna eins og sauðfjárframleiðslan sé enn að ofnýta landið. Um 90% framleiðslunnar eru innan gæðastýringar. Þar er m.a. kveðið á um að taka verði út allt land þátttakenda með tilliti til beitarþols. Bannað er að rýra landgæði og komi slíkt upp missir viðkomandi bóndi aðild að gæðastýringunni. Fyrir liggur jafnframt að hundruð bænda vinna gríðarlegt starf við landgræðsluverkefni og Samtök sauðfjárbænda undirrituðu fyrr á árinu samstarfssamning við Landgræðsluna um enn frekari verkefni. Á þeim áratug sem nú er að enda þá var það svo lengi framan af að lægra verð fékkst fyrir útflutt kjöt en það sem seldist innanlands. Þess gætti jafnframt í verðlagningu til bænda. Þess vegna var í gildi útflutningsskylda þar sem bændur skiptu á milli sín útflutningnum. Hún er nú aflögð og verð til bænda er það sama hvort sem kjötið er selt hérlendis eða erlendis. Fall krónunnar árið 2008 gerði verð á erlendum mörkuðum hagstæðara og það er nú í sumum tilvikum betra en innanlandsverð. Síðustu misseri hefur eftirspurn jafnframt aukist og verð hækkað í erlendri mynt. Útlit er fyrir að útflutningstekjur af sauðfjárafurðum verði tæpir 2,5 milljarðar á þessu ári. Við sauðfjárbændur erum stoltir af okkar framleiðslu og þeim gjaldeyristekjum sem greinin aflar íslenskri þjóð. Við vonumst til að sem flestir geti glaðst með okkur yfir því. Hvaða skoðun sem menn hafa á íslenskum landbúnaði og stuðningi við hann verður a.m.k. að byggja umræðuna á staðreyndum en ekki gömlum staðalímyndum.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun