Stjórnarskrá Íslands Einar Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2010 17:51 Sem borgari þessa lands og sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings langar mig að koma eftirfarandi á framfæri varðandi nýja Stjórnarskrá Íslands: Viðhorf og grunngildi. Mannkynið hefur frá árdögum farið frá anarkisma til einræðis og frá einræði til þingræðis og flokksræðis. Eiginlegt lýðræði hefur líklega hvergi náð almennilega fram. Það er í anda einræðis/þingræðis/flokksræðis þegar ráðamenn ætla að vera svo vænir að auka áhrif almennings og jafnvel völd. Slík er fyrringin. Í lýðræði er allt vald almennings og það vald er tjáð í þjóðaratkvæðagreiðslum og kosningum. Almenningur velur sér fulltrúa (framkvæmdastjóra) til að sjá um daglegan rekstur samfélagsins, kallað ríkisstjórn, eða ríkið. Þingmenn eru þeir sem eru valdir til að búa til siðareglur og leikreglur samfélagsins, kallað lög. Dómstólar eru það fólk, sem á að skera úr um hvort siðareglum, leikreglum og lögum hafi verið fylgt. Þannig má líta á Ísland eins og fyrirtæki, þar sem ríkistjórn er framkvæmdastjórn, með forsætisráðherra, sem framkvæmdastjóra, Forsetann sem forstjóra, Alþingi, sem stjórn, dómara sem endurskoðendur og almenning, sem eigendur/hluthafa. Samkvæmt þessu á ríkið ekki neitt, almenningur á það allt. Framkvæmdastjórnin hefur á stundum litið á sig sem ríkið, og eigendur ríkiseigna. Þess vegna telja þeir sig geta selt stærri eignir ríkisins, eins og bankana, eða gefið, eins og fiskkvótann, án þess að spyrja hina raunverulegu eigendur, Almenning. Valddreifing: Sjórnun lýðræðisríkja er teymisvinna og því fleiri sem koma að ákvarðanatöku, því lýðræðislegri og víðsýnni er hún líkleg til að vera. Fara þarf varlega í að fækka ráðherrum og þingmönnum. Minna má á að auðveldara er að ná völdum í litlum hópum. Alþingi er líklega of fámennt til að vina-, fjölskyldu- og hagsmunatengsl verði ekki áberandi. Minna má á að önnur þjóðþing eru flest miklu fjölmennari. Jafnframt er mikilvægt að takmarka valdasetu ráðherra við t.d. 8 ár og allra helstu yfirmanna á launum hjá almenningi við t.d. 10ár. Gegnsæi: Fulltrúar Almennings, sem átta sig á hlutverki sínu, eiga engin leyndarmál gagnvart Almenningi, umbjóðendum sínum og gera eins mikið í samráði við Almenning og hægt er. Þetta krefst algjörs gagnsæis í störfum þeirra. Allar stærri ákvarðanir og breytingar á samfélaginu eru lagðar fyrir Almenning, enda vilji Almennings eins og lög fyrir fulltrúana. Öfugt við það sem nú tíðkast. Vilji fulltrúana eru lög fyrir Almenning og ýmsir ráðherrar virðast halda að þeir séu kosnir sem einræðisherrar til fjögurra ára í senn. Auðmýkt: Verðugir fulltrúar almennings starfa af virðingu fyrir Almenningi, umbjóðendum sínum og auðmýkt gagnvart þeirri visku, sem býr meðal Almennings. Þeir víkja samstundis, ef starf þeirra ber ekki tilætlaðann árangur og fórna óhikað sínum persónlegu þörfum, Almenningi til góðs. Þeir eru ekki í vandræðum með að láta vini og velgjörðarmenn, fjölskyldu og flokksmenn mæta afgangi sé það í þágu Almennings. Tjáningarfrelsi: Tjáningarfrelsið er ekki bara mannréttindi, heldur ein af grunn þörfum manneskjunnar. Sé tjáningarfrelsi ekki til staðar aukast andleg vandamál manneskjunnar. Jafnframt leiðir takmarkað tjáningarfrelsi til samfélagslegs doða og stöðnunar. Öll helstu framfaratímabil mannkynssögunar hófust þegar tjáningarfrelsið hafði aukist og lauk þegar tjáningarfrelsið var kæft á ný. Tryggja þarf að sú þöggun, sem átti sér stað hérlendis í gróðærinu, og undanfara þess, verði rannsökuð, svo slíkt eigi sér aldrei aftur stað á Íslandi. Án fullkomins tjáningarfrelsis þrífst ekki lýðræðið. Tjáningarfrelsið ætti að vera eitt helgasta gildi lýðræðisríkja. Það er með þessi grunnviðhorf í huga, sem ég nálgast endurbætur á íslensku Stjórnarskránni. Jafnframt á ég von á verulega bættri stjórnarskrá, ef þessi grunngildi og viðhorf til ríkisvaldins verða höfð til hliðsjónar hverjir svo sem veljast til starfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Sem borgari þessa lands og sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings langar mig að koma eftirfarandi á framfæri varðandi nýja Stjórnarskrá Íslands: Viðhorf og grunngildi. Mannkynið hefur frá árdögum farið frá anarkisma til einræðis og frá einræði til þingræðis og flokksræðis. Eiginlegt lýðræði hefur líklega hvergi náð almennilega fram. Það er í anda einræðis/þingræðis/flokksræðis þegar ráðamenn ætla að vera svo vænir að auka áhrif almennings og jafnvel völd. Slík er fyrringin. Í lýðræði er allt vald almennings og það vald er tjáð í þjóðaratkvæðagreiðslum og kosningum. Almenningur velur sér fulltrúa (framkvæmdastjóra) til að sjá um daglegan rekstur samfélagsins, kallað ríkisstjórn, eða ríkið. Þingmenn eru þeir sem eru valdir til að búa til siðareglur og leikreglur samfélagsins, kallað lög. Dómstólar eru það fólk, sem á að skera úr um hvort siðareglum, leikreglum og lögum hafi verið fylgt. Þannig má líta á Ísland eins og fyrirtæki, þar sem ríkistjórn er framkvæmdastjórn, með forsætisráðherra, sem framkvæmdastjóra, Forsetann sem forstjóra, Alþingi, sem stjórn, dómara sem endurskoðendur og almenning, sem eigendur/hluthafa. Samkvæmt þessu á ríkið ekki neitt, almenningur á það allt. Framkvæmdastjórnin hefur á stundum litið á sig sem ríkið, og eigendur ríkiseigna. Þess vegna telja þeir sig geta selt stærri eignir ríkisins, eins og bankana, eða gefið, eins og fiskkvótann, án þess að spyrja hina raunverulegu eigendur, Almenning. Valddreifing: Sjórnun lýðræðisríkja er teymisvinna og því fleiri sem koma að ákvarðanatöku, því lýðræðislegri og víðsýnni er hún líkleg til að vera. Fara þarf varlega í að fækka ráðherrum og þingmönnum. Minna má á að auðveldara er að ná völdum í litlum hópum. Alþingi er líklega of fámennt til að vina-, fjölskyldu- og hagsmunatengsl verði ekki áberandi. Minna má á að önnur þjóðþing eru flest miklu fjölmennari. Jafnframt er mikilvægt að takmarka valdasetu ráðherra við t.d. 8 ár og allra helstu yfirmanna á launum hjá almenningi við t.d. 10ár. Gegnsæi: Fulltrúar Almennings, sem átta sig á hlutverki sínu, eiga engin leyndarmál gagnvart Almenningi, umbjóðendum sínum og gera eins mikið í samráði við Almenning og hægt er. Þetta krefst algjörs gagnsæis í störfum þeirra. Allar stærri ákvarðanir og breytingar á samfélaginu eru lagðar fyrir Almenning, enda vilji Almennings eins og lög fyrir fulltrúana. Öfugt við það sem nú tíðkast. Vilji fulltrúana eru lög fyrir Almenning og ýmsir ráðherrar virðast halda að þeir séu kosnir sem einræðisherrar til fjögurra ára í senn. Auðmýkt: Verðugir fulltrúar almennings starfa af virðingu fyrir Almenningi, umbjóðendum sínum og auðmýkt gagnvart þeirri visku, sem býr meðal Almennings. Þeir víkja samstundis, ef starf þeirra ber ekki tilætlaðann árangur og fórna óhikað sínum persónlegu þörfum, Almenningi til góðs. Þeir eru ekki í vandræðum með að láta vini og velgjörðarmenn, fjölskyldu og flokksmenn mæta afgangi sé það í þágu Almennings. Tjáningarfrelsi: Tjáningarfrelsið er ekki bara mannréttindi, heldur ein af grunn þörfum manneskjunnar. Sé tjáningarfrelsi ekki til staðar aukast andleg vandamál manneskjunnar. Jafnframt leiðir takmarkað tjáningarfrelsi til samfélagslegs doða og stöðnunar. Öll helstu framfaratímabil mannkynssögunar hófust þegar tjáningarfrelsið hafði aukist og lauk þegar tjáningarfrelsið var kæft á ný. Tryggja þarf að sú þöggun, sem átti sér stað hérlendis í gróðærinu, og undanfara þess, verði rannsökuð, svo slíkt eigi sér aldrei aftur stað á Íslandi. Án fullkomins tjáningarfrelsis þrífst ekki lýðræðið. Tjáningarfrelsið ætti að vera eitt helgasta gildi lýðræðisríkja. Það er með þessi grunnviðhorf í huga, sem ég nálgast endurbætur á íslensku Stjórnarskránni. Jafnframt á ég von á verulega bættri stjórnarskrá, ef þessi grunngildi og viðhorf til ríkisvaldins verða höfð til hliðsjónar hverjir svo sem veljast til starfsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar