Lífið

Pabbi Miley ánægður með nýja „grófa“ myndbandið

Miley fer sínar eigin leiðir og Billy Ray er sáttur.
Miley fer sínar eigin leiðir og Billy Ray er sáttur.
Söngkonan Miley Cyrus gaf í síðustu viku út nýtt myndband við lagið Can't Be Tamed sem mörgum þykir nokkuð gróft.

Söngkonan, sem er 17 ára gömul, klæðist undirfötum, dansar sjóðheitan dans við stælta dansara og hristir sig í búri. Gagnrýnisraddir heyrðust svipstundis og mörgum þykir myndbandið allt of gróft fyrir svo unga stúlku.

„Pabba finnst þetta flott," segir Miley sér til varnar og bætir við að móðir hennar hafi einnig verið henni við hlið á meðan á tökum stóð. Þau séu stolt af því hversu mikinn metnað hún hafi lagt í myndbandið. Pabbi hennar, kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus hefur áður sagt að honum finnist mikilvægt að leyfa börnum sínum að tjá sig eins og þau kjósa.

Miley hefur dansað á línunni áður. Hún sat nakin fyrir hjá Vanity Fair fyrir nokkrum árum og dansaði súludans á verðlaunahátíð í fyrra.

Myndband Miley má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.