Handbolti

Brand: Lítið kraftaverk að ná jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Heiner Brand.
Heiner Brand.

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, sagði það hafa verið kraftaverki líkast að liðið hafi náð jafntefli gegn Slóveníu á EM í handbolta í gær.

Slóvenar voru með unninn leik í höndunum og með sex marka forystu þegar skammt var til leiksloka.

En Christoph Theuerkauf var hetja Þjóðverja er hann jafnaði metin á lokamínútum leiksins.

„Það er algerlega ótrúlegt að við náðum einu stigi úr þessum leik,“ sagði Brand um úrslitin. „Ég er því ánægður með úrslitin en ekki frammistöðu liðsins. Úrslitin eru eins og lítið kraftaverk.“

Noka Serdarusic, landsliðsþjálfari Slóvena, sagðist vera sáttur við úrslitin þrátt fyrir allt.

„Það var markvörðurinn Johannes Bitter sem náði einu stigi fyrir þýska landsliðið með því að verja ótrúlega vel á síðustu tveimur mínútum leiksins. En jafnvel þótt svo að við gerðum nokkur mistök í leiknum vorum við yfir lengst af. Ég er því sáttur, rétt eins og Heiner.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×