Erlent

Hvetur Rússa til að birta skjöl

Pútín í Katýnskógi ásamt Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands.
nordicphotos/AFP
Pútín í Katýnskógi ásamt Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. nordicphotos/AFP
Pólska þingið hvetur Rússa til þess að gera öll skjöl opinber er varða fjöldamorðin í Katýnskógi árið 1940, þegar rússneskir leyniþjónustumenn myrtu 22 þúsund pólska hermenn.

Þingið samþykkti ályktun í gær, þegar liðin voru 70 ár frá morðunum, þar sem segir að sættir Rússa og Pólverja geti einungis verið reistar á virðingu við sannleikann.

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, var viðstaddur afhjúpun minnismerkis í Katýnskógi á miðvikudag. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×