Innlent

Dæmdur til að greiða 34 milljónir vegna skattalagabrots

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 34 milljónir króna í sekt og í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum sem framin voru í sjálfstæðri atvinnustarfsemi.

Hann var fundinn sekur um að hafa vantalið fram 27 milljónir króna og að hafa svikist um að greiða 6,3 milljónir króna í virðisaukaskatt.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×