Skotveiðar fyrir fáa útvalda? Sindri Sveinsson skrifar 27. nóvember 2010 04:30 Ýmislegt hefur verið ritað undanfarið um fyrirhugaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs sem og fyrirhugaða stækkun friðlands í og útfyrir Þjórsárver. Rót stækkunar friðlands Þjórsárvera er af mörgum talin vera til komin til höfuðs frekari virkjunarframkvæmdum á svæðinu. Deilan um þessi svæði snýst meðal annars um, hvort almenningur megi áfram aka um fjallaslóða þá sem flestir hafa verið eknir í áratugi. Einnig hvort stunda megi skotveiðar á hálendi Íslands með þeim hætti sem verið hefur, eða hreinlega tjalda úti í náttúrunni á ferð sinni um hálendið. Til eru þeir einstaklingar sem flest vilja banna þegar að þessum málaflokki kemur, og því miður virðist nokkur hluti þeirra hafa valist til að sinna stefnumótandi verkefnum stjórnvalda í þessum málum. Í 8. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum kemur fram að „öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, séu dýraveiðar heimilar í almenningum og á afréttum utan landareigna lögbýla." Með fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda virðist stefna í að enn verði þrengt að lögbundnum rétti skotveiðimanna til veiða á afréttum og almenningum. Það sjónarmið friðunarsinna heyrist í hvert sinn sem nýtt landsvæði er friðað að ekki sé verið að friða stór landsvæði, en staðreynd málsins er sú að stærsti hluti hálendis Íslands er annað hvort jöklum hulinn eða gróðursnauð svæði þar sem gæsir og rjúpur þrífast ekki. Hvert nýtt svæði þar sem veiðar eru bannaðar jafngildir því í raun mun stærra hlutfalli lands en friðunarsinnar vilja láta vera. Heiðagæsastofninn á Íslandi hefur verið í stöðugum vexti sl. 30 ár og hefur u.þ.b. þrefaldast að stærð á þeim tíma. Stofninn er nú talinn vera á fjórða hundrað þúsund fugla. Heiðagæsastofninn er líklega sá stofn fugla sem best þolir aukna veiði hérlendis. Með stækkun friðlanda þar sem veiðar eru bannaðar er ekki einungis dregið úr aðgengi veiðimanna að veiðisvæðum til heiðagæsaveiða heldur er einnig dregið úr möguleika veiðimanna til að veiða úr þeim stofni sem best þolir veiðar. Heiðagæsir sækja í takmörkuðum mæli í tún miðað við grágæsir og stórir hópar þeirra yfirgefa landið beint af hálendinu eða eftir stutt stopp á láglendi. Fuglafræðingar hafa lagt til að dregið verði úr veiði grágæsa en veiða megi meira úr heiðagæsastofninum þess í stað. Fari svo að veiðar á afréttum og almenningum verði takmarkaðar meira en orðið er verður enn síður hægt að fylgja þeim ráðleggingum. Undanfarna áratugi hefur friðlöndum þar sem skotveiðar eru bannaðar, fjölgað og almennt aðgengi veiðimanna að veiðilendum minnkað að sama skapi. Haldi fram sem horfir gætu lögbundnar skotveiðar Íslendinga á afréttum og almenningum því sem næst heyrt sögunni til innan fárra áratuga. Stór hópur skotveiðimanna hefur ekki aðgang að eignarlöndum til veiða og treystir á rétt sinn til veiða á afréttum og almenningum. Það er ekki á færi allra veiðimanna að leigja land til veiða. Dæmi eru um að eignarlönd séu leigð til skotveiða fyrir hundruð þúsunda að hausti. Það væri sorglegt ef eins færi fyrir skotveiðum hérlendis eins og laxveiðum, þ.e. að meginþorri almennings geti ekki staðið undir þeim kostnaði sem þeim veiðum fylgir. Eina af meginreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er að finna í 12. gr. laganna og fjallar hún um að meðalhófi skuli beitt við töku stjórnvaldsákvarðana. Reglan segir að við töku stjórnvaldsákvarðana skuli stjórnvald ekki taka meira íþyngjandi ákvörðun en nauðsynlegt er, til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Fuglaveiðar á hálendi Íslands eru stundaðar að hausti til þegar flest allir aðrir ferðalangar sem hálendið sækja eru horfnir á braut. Rjúpnaveiðar eru leyfðar 18 daga á ári og veiðar á heiðagæs á hálendi er hægt að stunda í u.þ.b. 3-4 vikur að hausti. Erfitt er að rökstyðja með skynsamlegum rökum að skotveiðimenn fái ekki lengur stundað veiðar á þeim svæðum sem þeir hafa veitt á hingað til, hvort sem þau eru nú eða verða í fyrirsjáanlegri framtíð innan friðlanda eða þjóðgarða. Það eru fjölmörg dæmi um að veiðar séu leyfðar á slíkum svæðum víða um heim. Skotveiðimenn eru ekki að biðja um nein aukin réttindi, heldur einungis að réttindi þeirra verði ekki skert enn og aftur. Ætlar umhverfisráðherra að stuðla að þeirri þróun að skotveiðar verði eingöngu á færi þeirra efnameiri í þjóðfélaginu, sem geta í krafti fjármagns leigt sér eignarlönd til að stunda skotveiðar? Því getur ráðherra einn svarað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið ritað undanfarið um fyrirhugaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs sem og fyrirhugaða stækkun friðlands í og útfyrir Þjórsárver. Rót stækkunar friðlands Þjórsárvera er af mörgum talin vera til komin til höfuðs frekari virkjunarframkvæmdum á svæðinu. Deilan um þessi svæði snýst meðal annars um, hvort almenningur megi áfram aka um fjallaslóða þá sem flestir hafa verið eknir í áratugi. Einnig hvort stunda megi skotveiðar á hálendi Íslands með þeim hætti sem verið hefur, eða hreinlega tjalda úti í náttúrunni á ferð sinni um hálendið. Til eru þeir einstaklingar sem flest vilja banna þegar að þessum málaflokki kemur, og því miður virðist nokkur hluti þeirra hafa valist til að sinna stefnumótandi verkefnum stjórnvalda í þessum málum. Í 8. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum kemur fram að „öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, séu dýraveiðar heimilar í almenningum og á afréttum utan landareigna lögbýla." Með fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda virðist stefna í að enn verði þrengt að lögbundnum rétti skotveiðimanna til veiða á afréttum og almenningum. Það sjónarmið friðunarsinna heyrist í hvert sinn sem nýtt landsvæði er friðað að ekki sé verið að friða stór landsvæði, en staðreynd málsins er sú að stærsti hluti hálendis Íslands er annað hvort jöklum hulinn eða gróðursnauð svæði þar sem gæsir og rjúpur þrífast ekki. Hvert nýtt svæði þar sem veiðar eru bannaðar jafngildir því í raun mun stærra hlutfalli lands en friðunarsinnar vilja láta vera. Heiðagæsastofninn á Íslandi hefur verið í stöðugum vexti sl. 30 ár og hefur u.þ.b. þrefaldast að stærð á þeim tíma. Stofninn er nú talinn vera á fjórða hundrað þúsund fugla. Heiðagæsastofninn er líklega sá stofn fugla sem best þolir aukna veiði hérlendis. Með stækkun friðlanda þar sem veiðar eru bannaðar er ekki einungis dregið úr aðgengi veiðimanna að veiðisvæðum til heiðagæsaveiða heldur er einnig dregið úr möguleika veiðimanna til að veiða úr þeim stofni sem best þolir veiðar. Heiðagæsir sækja í takmörkuðum mæli í tún miðað við grágæsir og stórir hópar þeirra yfirgefa landið beint af hálendinu eða eftir stutt stopp á láglendi. Fuglafræðingar hafa lagt til að dregið verði úr veiði grágæsa en veiða megi meira úr heiðagæsastofninum þess í stað. Fari svo að veiðar á afréttum og almenningum verði takmarkaðar meira en orðið er verður enn síður hægt að fylgja þeim ráðleggingum. Undanfarna áratugi hefur friðlöndum þar sem skotveiðar eru bannaðar, fjölgað og almennt aðgengi veiðimanna að veiðilendum minnkað að sama skapi. Haldi fram sem horfir gætu lögbundnar skotveiðar Íslendinga á afréttum og almenningum því sem næst heyrt sögunni til innan fárra áratuga. Stór hópur skotveiðimanna hefur ekki aðgang að eignarlöndum til veiða og treystir á rétt sinn til veiða á afréttum og almenningum. Það er ekki á færi allra veiðimanna að leigja land til veiða. Dæmi eru um að eignarlönd séu leigð til skotveiða fyrir hundruð þúsunda að hausti. Það væri sorglegt ef eins færi fyrir skotveiðum hérlendis eins og laxveiðum, þ.e. að meginþorri almennings geti ekki staðið undir þeim kostnaði sem þeim veiðum fylgir. Eina af meginreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er að finna í 12. gr. laganna og fjallar hún um að meðalhófi skuli beitt við töku stjórnvaldsákvarðana. Reglan segir að við töku stjórnvaldsákvarðana skuli stjórnvald ekki taka meira íþyngjandi ákvörðun en nauðsynlegt er, til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Fuglaveiðar á hálendi Íslands eru stundaðar að hausti til þegar flest allir aðrir ferðalangar sem hálendið sækja eru horfnir á braut. Rjúpnaveiðar eru leyfðar 18 daga á ári og veiðar á heiðagæs á hálendi er hægt að stunda í u.þ.b. 3-4 vikur að hausti. Erfitt er að rökstyðja með skynsamlegum rökum að skotveiðimenn fái ekki lengur stundað veiðar á þeim svæðum sem þeir hafa veitt á hingað til, hvort sem þau eru nú eða verða í fyrirsjáanlegri framtíð innan friðlanda eða þjóðgarða. Það eru fjölmörg dæmi um að veiðar séu leyfðar á slíkum svæðum víða um heim. Skotveiðimenn eru ekki að biðja um nein aukin réttindi, heldur einungis að réttindi þeirra verði ekki skert enn og aftur. Ætlar umhverfisráðherra að stuðla að þeirri þróun að skotveiðar verði eingöngu á færi þeirra efnameiri í þjóðfélaginu, sem geta í krafti fjármagns leigt sér eignarlönd til að stunda skotveiðar? Því getur ráðherra einn svarað.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun