Skotveiðar fyrir fáa útvalda? Sindri Sveinsson skrifar 27. nóvember 2010 04:30 Ýmislegt hefur verið ritað undanfarið um fyrirhugaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs sem og fyrirhugaða stækkun friðlands í og útfyrir Þjórsárver. Rót stækkunar friðlands Þjórsárvera er af mörgum talin vera til komin til höfuðs frekari virkjunarframkvæmdum á svæðinu. Deilan um þessi svæði snýst meðal annars um, hvort almenningur megi áfram aka um fjallaslóða þá sem flestir hafa verið eknir í áratugi. Einnig hvort stunda megi skotveiðar á hálendi Íslands með þeim hætti sem verið hefur, eða hreinlega tjalda úti í náttúrunni á ferð sinni um hálendið. Til eru þeir einstaklingar sem flest vilja banna þegar að þessum málaflokki kemur, og því miður virðist nokkur hluti þeirra hafa valist til að sinna stefnumótandi verkefnum stjórnvalda í þessum málum. Í 8. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum kemur fram að „öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, séu dýraveiðar heimilar í almenningum og á afréttum utan landareigna lögbýla." Með fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda virðist stefna í að enn verði þrengt að lögbundnum rétti skotveiðimanna til veiða á afréttum og almenningum. Það sjónarmið friðunarsinna heyrist í hvert sinn sem nýtt landsvæði er friðað að ekki sé verið að friða stór landsvæði, en staðreynd málsins er sú að stærsti hluti hálendis Íslands er annað hvort jöklum hulinn eða gróðursnauð svæði þar sem gæsir og rjúpur þrífast ekki. Hvert nýtt svæði þar sem veiðar eru bannaðar jafngildir því í raun mun stærra hlutfalli lands en friðunarsinnar vilja láta vera. Heiðagæsastofninn á Íslandi hefur verið í stöðugum vexti sl. 30 ár og hefur u.þ.b. þrefaldast að stærð á þeim tíma. Stofninn er nú talinn vera á fjórða hundrað þúsund fugla. Heiðagæsastofninn er líklega sá stofn fugla sem best þolir aukna veiði hérlendis. Með stækkun friðlanda þar sem veiðar eru bannaðar er ekki einungis dregið úr aðgengi veiðimanna að veiðisvæðum til heiðagæsaveiða heldur er einnig dregið úr möguleika veiðimanna til að veiða úr þeim stofni sem best þolir veiðar. Heiðagæsir sækja í takmörkuðum mæli í tún miðað við grágæsir og stórir hópar þeirra yfirgefa landið beint af hálendinu eða eftir stutt stopp á láglendi. Fuglafræðingar hafa lagt til að dregið verði úr veiði grágæsa en veiða megi meira úr heiðagæsastofninum þess í stað. Fari svo að veiðar á afréttum og almenningum verði takmarkaðar meira en orðið er verður enn síður hægt að fylgja þeim ráðleggingum. Undanfarna áratugi hefur friðlöndum þar sem skotveiðar eru bannaðar, fjölgað og almennt aðgengi veiðimanna að veiðilendum minnkað að sama skapi. Haldi fram sem horfir gætu lögbundnar skotveiðar Íslendinga á afréttum og almenningum því sem næst heyrt sögunni til innan fárra áratuga. Stór hópur skotveiðimanna hefur ekki aðgang að eignarlöndum til veiða og treystir á rétt sinn til veiða á afréttum og almenningum. Það er ekki á færi allra veiðimanna að leigja land til veiða. Dæmi eru um að eignarlönd séu leigð til skotveiða fyrir hundruð þúsunda að hausti. Það væri sorglegt ef eins færi fyrir skotveiðum hérlendis eins og laxveiðum, þ.e. að meginþorri almennings geti ekki staðið undir þeim kostnaði sem þeim veiðum fylgir. Eina af meginreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er að finna í 12. gr. laganna og fjallar hún um að meðalhófi skuli beitt við töku stjórnvaldsákvarðana. Reglan segir að við töku stjórnvaldsákvarðana skuli stjórnvald ekki taka meira íþyngjandi ákvörðun en nauðsynlegt er, til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Fuglaveiðar á hálendi Íslands eru stundaðar að hausti til þegar flest allir aðrir ferðalangar sem hálendið sækja eru horfnir á braut. Rjúpnaveiðar eru leyfðar 18 daga á ári og veiðar á heiðagæs á hálendi er hægt að stunda í u.þ.b. 3-4 vikur að hausti. Erfitt er að rökstyðja með skynsamlegum rökum að skotveiðimenn fái ekki lengur stundað veiðar á þeim svæðum sem þeir hafa veitt á hingað til, hvort sem þau eru nú eða verða í fyrirsjáanlegri framtíð innan friðlanda eða þjóðgarða. Það eru fjölmörg dæmi um að veiðar séu leyfðar á slíkum svæðum víða um heim. Skotveiðimenn eru ekki að biðja um nein aukin réttindi, heldur einungis að réttindi þeirra verði ekki skert enn og aftur. Ætlar umhverfisráðherra að stuðla að þeirri þróun að skotveiðar verði eingöngu á færi þeirra efnameiri í þjóðfélaginu, sem geta í krafti fjármagns leigt sér eignarlönd til að stunda skotveiðar? Því getur ráðherra einn svarað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið ritað undanfarið um fyrirhugaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs sem og fyrirhugaða stækkun friðlands í og útfyrir Þjórsárver. Rót stækkunar friðlands Þjórsárvera er af mörgum talin vera til komin til höfuðs frekari virkjunarframkvæmdum á svæðinu. Deilan um þessi svæði snýst meðal annars um, hvort almenningur megi áfram aka um fjallaslóða þá sem flestir hafa verið eknir í áratugi. Einnig hvort stunda megi skotveiðar á hálendi Íslands með þeim hætti sem verið hefur, eða hreinlega tjalda úti í náttúrunni á ferð sinni um hálendið. Til eru þeir einstaklingar sem flest vilja banna þegar að þessum málaflokki kemur, og því miður virðist nokkur hluti þeirra hafa valist til að sinna stefnumótandi verkefnum stjórnvalda í þessum málum. Í 8. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum kemur fram að „öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, séu dýraveiðar heimilar í almenningum og á afréttum utan landareigna lögbýla." Með fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda virðist stefna í að enn verði þrengt að lögbundnum rétti skotveiðimanna til veiða á afréttum og almenningum. Það sjónarmið friðunarsinna heyrist í hvert sinn sem nýtt landsvæði er friðað að ekki sé verið að friða stór landsvæði, en staðreynd málsins er sú að stærsti hluti hálendis Íslands er annað hvort jöklum hulinn eða gróðursnauð svæði þar sem gæsir og rjúpur þrífast ekki. Hvert nýtt svæði þar sem veiðar eru bannaðar jafngildir því í raun mun stærra hlutfalli lands en friðunarsinnar vilja láta vera. Heiðagæsastofninn á Íslandi hefur verið í stöðugum vexti sl. 30 ár og hefur u.þ.b. þrefaldast að stærð á þeim tíma. Stofninn er nú talinn vera á fjórða hundrað þúsund fugla. Heiðagæsastofninn er líklega sá stofn fugla sem best þolir aukna veiði hérlendis. Með stækkun friðlanda þar sem veiðar eru bannaðar er ekki einungis dregið úr aðgengi veiðimanna að veiðisvæðum til heiðagæsaveiða heldur er einnig dregið úr möguleika veiðimanna til að veiða úr þeim stofni sem best þolir veiðar. Heiðagæsir sækja í takmörkuðum mæli í tún miðað við grágæsir og stórir hópar þeirra yfirgefa landið beint af hálendinu eða eftir stutt stopp á láglendi. Fuglafræðingar hafa lagt til að dregið verði úr veiði grágæsa en veiða megi meira úr heiðagæsastofninum þess í stað. Fari svo að veiðar á afréttum og almenningum verði takmarkaðar meira en orðið er verður enn síður hægt að fylgja þeim ráðleggingum. Undanfarna áratugi hefur friðlöndum þar sem skotveiðar eru bannaðar, fjölgað og almennt aðgengi veiðimanna að veiðilendum minnkað að sama skapi. Haldi fram sem horfir gætu lögbundnar skotveiðar Íslendinga á afréttum og almenningum því sem næst heyrt sögunni til innan fárra áratuga. Stór hópur skotveiðimanna hefur ekki aðgang að eignarlöndum til veiða og treystir á rétt sinn til veiða á afréttum og almenningum. Það er ekki á færi allra veiðimanna að leigja land til veiða. Dæmi eru um að eignarlönd séu leigð til skotveiða fyrir hundruð þúsunda að hausti. Það væri sorglegt ef eins færi fyrir skotveiðum hérlendis eins og laxveiðum, þ.e. að meginþorri almennings geti ekki staðið undir þeim kostnaði sem þeim veiðum fylgir. Eina af meginreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er að finna í 12. gr. laganna og fjallar hún um að meðalhófi skuli beitt við töku stjórnvaldsákvarðana. Reglan segir að við töku stjórnvaldsákvarðana skuli stjórnvald ekki taka meira íþyngjandi ákvörðun en nauðsynlegt er, til að ná því lögmæta markmiði sem að er stefnt. Fuglaveiðar á hálendi Íslands eru stundaðar að hausti til þegar flest allir aðrir ferðalangar sem hálendið sækja eru horfnir á braut. Rjúpnaveiðar eru leyfðar 18 daga á ári og veiðar á heiðagæs á hálendi er hægt að stunda í u.þ.b. 3-4 vikur að hausti. Erfitt er að rökstyðja með skynsamlegum rökum að skotveiðimenn fái ekki lengur stundað veiðar á þeim svæðum sem þeir hafa veitt á hingað til, hvort sem þau eru nú eða verða í fyrirsjáanlegri framtíð innan friðlanda eða þjóðgarða. Það eru fjölmörg dæmi um að veiðar séu leyfðar á slíkum svæðum víða um heim. Skotveiðimenn eru ekki að biðja um nein aukin réttindi, heldur einungis að réttindi þeirra verði ekki skert enn og aftur. Ætlar umhverfisráðherra að stuðla að þeirri þróun að skotveiðar verði eingöngu á færi þeirra efnameiri í þjóðfélaginu, sem geta í krafti fjármagns leigt sér eignarlönd til að stunda skotveiðar? Því getur ráðherra einn svarað.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun