Lífið

Kjólarnir í Cannes | Myndir

Tinni Sveinsson skrifar
Tékkneska fyrirsætan Eva Herzigova mætti á frumsýningu La Princesse de Montpensier síðdegis í gær.
Tékkneska fyrirsætan Eva Herzigova mætti á frumsýningu La Princesse de Montpensier síðdegis í gær.
Kvikmyndahátíðin í Cannes er í fullum gangi á frönsku Rívíerunni þessa dagana. Þangað safnast saman fólk hvaðanæva af úr heiminum til að kynna kvikmyndir sínar og sjá þær sem valdar voru í keppnina.

Cannes er ein stór glamúrveisla og er rauði dregillinn fyrir framan aðalkvikmyndahúsið heimsfrægur fyrir glæsileika. Þarna hafa flestar stórstjörnur heimsins gengið í sínu fínasta pússi.

Hátíðin í ár er engin undantekning hvað þetta varðar. Leikkonur, kvikmyndaleikstjórar og aðrar listakonur fara í sitt fínasta púss til að sýna sig og sjá aðra. Daginn eftir er svo mætt á næstu frumsýningu í nýjum kjól. Ljósmyndarar frönsku fréttaveitunnar AFP eru meðal þeirra sem liggja á hliðarlínunum. Við tókum saman nokkrar myndir frá þeim af glamúrstúlkunum í Cannes.

Bandaríska fyrirsætan Camilla Belle á frumsýningu Wall Street - Money Never Sleeps.
Spænska leikkonan Elsa Pataky á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Bandaríska fyrirsætan Hofit Golan á frumsýningu Tournee.
Franski leikstjórinn Tonie Marshall á frumsýningu La Princesse de Montpensier.
Cate Blanchett á frumsýningu Robin Hood.
Eva Longoria á frumsýningu Robin Hood.
Franska leikkonan Aissa Maiga á frumsýningu Il Gattopardpo.
Franska leikkonan Roxane Mesquida og bandaríska leikkonan Haley Bennett á frumsýningu Wall Street - Money Never Sleeps.
Spænska leikkonan Rossy de Palma á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Franski rithöfundurinn Amanda Sthers á frumsýningu Wall Street.
Kínverska leikkonan Fan Bing Bing.
Franska leikkonan Frederique Bel á frumsýningu Robin Hood.
Fyrirsætan Jovanka Sopalovic á frumsýningu La Princesse de Montpensier.
Franski leikstjórinn Christophe Guillarme mætti með fyrirsætuna Hofit Golan upp á arminn.
Fyrirsætan Jovanka Sopalovic.
Glæsilegur frumsýningargestur á La Princesse de Montpensier.
Helen Mirren á frumsýningu Robin Hood.
Franska leikkonan Julie Gayet.
Indverska fyrirsætan Aishwarya Rai.
Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly og malasíska leikkonan Michelle Yeoh á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Kate Beckinsale á frumsýningu Wall Street. Hún er einn dómnefndarmeðlima í ár.
Laura Chiatti á frumsýningu Robin Hood.
Malasíska leikkonan Michelle Yeoh á frumsýningu Wall Street.
Mexíkóska leikkonan Salma Hayek á frumsýningu Wall Street - Money Never Sleeps.
Franska leikkonan Elsa Zylberstein á frumsýningu Tournee.
Franska leikkonan Frederique Bel á frumsýningu Wall Street.
Bandaríska fyrirsætan Velvet D'Amour á frumsýningu Tournee.
Spænska leikkonan Pilar Lopez de Ayala á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Tékkneska fyrirsætan Eva Herzigova á frumsýningu La Princesse de Montpensier.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.