Lífið

Hermione Granger í bandarískri unglingamynd

Emma Watson stundar nám við hinn virta Brown-háskóla. Nordicphotos/Getty
Emma Watson stundar nám við hinn virta Brown-háskóla. Nordicphotos/Getty

Breska leikkonan Emma Watson, sem sló í gegn sem Hermione Granger í kvikmyndunum um Harry Potter, hefur hafið nám við hinn virta Brown-háskóla í Bandaríkjunum. Watson segir að erfitt hafi verið að komast í gegnum fyrstu skólavikuna.

„Þetta var hræðilegt og ég skildi ekki af hverju ég var að þessu. Og allar veislurnar! Þegar ég fór í fyrstu veisluna leið mér eins og ég væri að leika í bandarískri unglingamynd. Ég tók upp rautt plastglas og hugsaði með mér: „Vá, þau drekka í alvörunni úr þessu," sagði leikkonan sem stundar nám í evrópskri kvennasögu og leiklist.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.