Erlent

Forða Grikkjum frá gjaldþroti

Grikkir hafa streymt til að leggja blóm á staðinn þar sem tveir menn og ein kona létu lífið á miðvikudag.nordicphotos/AFP
Grikkir hafa streymt til að leggja blóm á staðinn þar sem tveir menn og ein kona létu lífið á miðvikudag.nordicphotos/AFP

-AP- Gríska þingið samþykkti í gær niðurskurðarpakka, sem var skilyrði þess að ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti Grikklandi lán til að bjarga landinu úr verstu skuldakreppunni.

Í kvöld hittast svo leiðtogar evruríkjanna í Brussel til að staðfesta lánafyrirgreiðslu til Grikklands.

Alemnningur á Grikklandi hefur harðlega mótmælt niðurskurðinum, sembitnar harkalega á almenningi með bæði launalækkunum og skattahækkunum.

Meira en tólf þúsund manns söfnuðust í gær saman fyrir utan þinghúsið í Aþenu meðan atkvæðagreiðsla stóð yfir um aðhalds­aðgerðirnar. Mótmælin beindust einnig gegn hörkunni sem færst hafði í mótmælin daginn áður og kostað tvo menn og eina konu lífið.

George Papandreou forsætisráðherra og George Papaconstantinou fjármálaráðherra lögðu mikla áherslu á að án aðhaldsaðgerða stjórnarinnar og björgunarfjárins frá ESB og AGS sé engin von til þess að ríkissjóður Grikklands komist hjá gjaldþroti.

Innan tveggja vikna bíður gjalddagi samtals 8,5 milljóna evra lána, sem ríkissjóður þarf að standa skil á hinn 19. maí.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×