Sviss vill ekki lenda í sporum Íslendinga 7. maí 2010 05:30 Aðgerðasinni í hópi hluthafa Credit Suisse uppáklæddur sem jólasveinninn birtist á skjá að baki æðstu stjórnendum bankans í mótmælum gegn ofurbónusum á aðalfundi bankans 30. apríl síðastliðinn. Fréttablaðið/AP Stjórnvöld í Sviss hafa gert tveimur stærstu bönkum landsins að draga úr áhættu og auka eiginfjárgrunn sinn. Bankarnir eru UBS AG og Credit Suisse Group AG. Bloomberg greinir frá því að með þessu hafi landið brugðist við á undan eftirlitsstofnunum fjármálakerfa í Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Aðgerðir Svisslendinga eru sagðar drifnar áfram af óttanum við að lenda í sömu sporum og Ísland. Þótt löndin séu í grunninn ólík áttu þau þó eitt sameiginlegt, risastór bankakerfi í samanburði við efnahag landanna. „Á eftir Íslandi á Sviss við mestan vanda að etja vegna banka sem orðnir eru of stórir til að þeir megi fara á hausinn,“ hefur Bloomberg eftir Urs Birchler, prófessor við stofnun Zürich-háskóla sem sérhæfir sig í bankamálum. Hann er jafnframt fyrrum ráðgjafi seðlabanka í fjármálastöðugleika. „Mögulega gæti vandinn sett Sviss út af sporinu, bæði í efnahagslegu og lýðræðislegu tilliti.“ Hvor um sig eiga UBS og Credit Suisse eignir yfir einni billjón svissneskra franka (900 milljarðar dala, eða 114,3 billjónir króna), tvöfalda stærð svissneska hagkerfisins. Reglurnar sem fjármálaeftirlit Sviss hefur sett bönkunum um eigið fé og handbært fé eru meðal annars hluti þeirra sem enn eru til umræðu í Basel-nefndinni um fjármálaeftirlit. Þá veltir umræðuhópur á vegum ríkisstjórnar Sviss fyrir sér leiðum til að skipta upp bönkunum, komi til þess að þeir lendi í þrengingum sem leitt gætu til svipaðrar stöðu og kom upp hér á landi. „UBS og Credit Suisse verða að búa til áætlanir um að skilja á milli starfsemi sem er þjóðhagslega nauðsynleg og annarrar sem verður látin rúlla komi til áfalls,“ segir í frétt Bloomberg. Sviss hljóp undir bagga með UBS í vandræðum bankans árið 2008 og fjárfesti í honum fyrir sex milljarða franka (tæplega 700 milljarða króna). Innan við ári síðar seldi ríkið svo hlut sinn með 1,2 milljarða franka (139 milljarðar króna) hagnaði. Næst lætur ríkið banka í vandræðum fara á hausinn, er haft eftir Thomas Jordan, varaformanni Seðlabanka Sviss, en hann á jafnframt sæti í umræðuhópnum sem svissnesk stjórnvöld hafa falið að fjalla um bankakerfið þar. olikr@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Stjórnvöld í Sviss hafa gert tveimur stærstu bönkum landsins að draga úr áhættu og auka eiginfjárgrunn sinn. Bankarnir eru UBS AG og Credit Suisse Group AG. Bloomberg greinir frá því að með þessu hafi landið brugðist við á undan eftirlitsstofnunum fjármálakerfa í Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Aðgerðir Svisslendinga eru sagðar drifnar áfram af óttanum við að lenda í sömu sporum og Ísland. Þótt löndin séu í grunninn ólík áttu þau þó eitt sameiginlegt, risastór bankakerfi í samanburði við efnahag landanna. „Á eftir Íslandi á Sviss við mestan vanda að etja vegna banka sem orðnir eru of stórir til að þeir megi fara á hausinn,“ hefur Bloomberg eftir Urs Birchler, prófessor við stofnun Zürich-háskóla sem sérhæfir sig í bankamálum. Hann er jafnframt fyrrum ráðgjafi seðlabanka í fjármálastöðugleika. „Mögulega gæti vandinn sett Sviss út af sporinu, bæði í efnahagslegu og lýðræðislegu tilliti.“ Hvor um sig eiga UBS og Credit Suisse eignir yfir einni billjón svissneskra franka (900 milljarðar dala, eða 114,3 billjónir króna), tvöfalda stærð svissneska hagkerfisins. Reglurnar sem fjármálaeftirlit Sviss hefur sett bönkunum um eigið fé og handbært fé eru meðal annars hluti þeirra sem enn eru til umræðu í Basel-nefndinni um fjármálaeftirlit. Þá veltir umræðuhópur á vegum ríkisstjórnar Sviss fyrir sér leiðum til að skipta upp bönkunum, komi til þess að þeir lendi í þrengingum sem leitt gætu til svipaðrar stöðu og kom upp hér á landi. „UBS og Credit Suisse verða að búa til áætlanir um að skilja á milli starfsemi sem er þjóðhagslega nauðsynleg og annarrar sem verður látin rúlla komi til áfalls,“ segir í frétt Bloomberg. Sviss hljóp undir bagga með UBS í vandræðum bankans árið 2008 og fjárfesti í honum fyrir sex milljarða franka (tæplega 700 milljarða króna). Innan við ári síðar seldi ríkið svo hlut sinn með 1,2 milljarða franka (139 milljarðar króna) hagnaði. Næst lætur ríkið banka í vandræðum fara á hausinn, er haft eftir Thomas Jordan, varaformanni Seðlabanka Sviss, en hann á jafnframt sæti í umræðuhópnum sem svissnesk stjórnvöld hafa falið að fjalla um bankakerfið þar. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira