Lífið

Vaka um Jóhannes

Jóhannes úr Kötlum.
Mynd JPV
Jóhannes úr Kötlum. Mynd JPV

Jóhannesarvaka Katlaskálds verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag kl. 16 en tilefnið er útkoma úrvals ljóða þessa ástsæla skálds sem Silja Aðalsteinsdóttir hefur dregið saman úr hans fjölbreytta lífsstarfi. Dagskráin fer fram í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og er öllum opin.

Jóhannes úr Kötlum lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum heimsins og ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldarinnar á Íslandi yrði það næsta óhjákvæmilega hann. Ekkert íslenskt skáld sýnir eins vel þróun ljóðlistarinnar hér á landi og þessi fjölhæfi og afkastamikli höfundur. Hann stóð klæddur í klæðnaði að ímynduðum stíl fornmanna uppfullur af ungmennafélagsanda á alþingishátíðinni 1930 og hélt þrumandi ræður fyrir þjóðfrelsisbaráttu landa þriðja heimsins upp úr 1970 svo enginn gleymir sem heyrði og var þústaður af Heimdellingum á eftir.

Dagskráin hefst kl. 16 en þar verður höfundarverki Jóhannesar gerð skil í tali og tónum. Fram koma meðal annarra Arnar Jónsson, Olga Guðrún Árnadóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri.

Það er útgefandi ljóðasafnsins, JPV, sem stendur fyrir vökunni en en þetta er fyrsta útgáfan á úrvali ljóða hans. Ljóðasafn hans frá áttunda áratugnum er ófáanlegt og stakar bækur hans líka flestar. Enn er þó stöðug sala fyrir hver jól á kvæðakveri hans Jólin koma. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.