Innlent

Skjalaverðir og biskup safna

Biskup Íslands og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi standa fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í landinu.

Héraðsskjalasöfnin munu sjá um að skrá og ganga frá skjölum sóknarnefndanna þeim að kostnaðarlausu. Þeir sem hafa í fórum sínum skjöl sem varða starfsemi sóknarnefnda eru einnig hvattir til að skila þeim til síns héraðsskjalasafns. Best er að fá skjölin í sem upprunalegasta ástandi, eða óflokkuð.

Misjafnt getur verið hvers konar gögn einstakar sóknarnefndir varðveita. Héraðsskjalasöfn landsins eru alls 20 talsins.

- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×