Lífið

Ragnar ræðir vaktirnar á mánudag

Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður ræðir á mánudaginn kemur um tilurð sjónvarpsþáttanna Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin í Háskólabíói klukkan 12. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? sem námsbraut í ritlist við Háskóla Íslans og bókmennta- og listfræðistofnun Háskólans efna til í vetur. Í fyrirlestrinum, sem hefst klukkan 12, talar Ragnar um vinnuna að þáttunum, einkum það hvernig spuni var notaður við sköpun leiktexta og hvernig leikarinn varð að meðhöfundi.- jma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.