Innlent

Þinglok eru enn í óvissu

Óvíst er hvenær þingstörfum lýkur. Samkvæmt starfsáætlun á að funda um helgina og fresta þingi á næsta þriðjudag.

Stjórn og stjórnarandstöðu greinir á um forgangsröðun þeirra mála sem óafgreidd eru. Meðal þess sem helst steytir á eru frumvörp um stjórnlagaþing, niðurlagningu Varnamálastofnunar og breytingar á stjórnarráðinu, en þær fela í sér að ráðuneytum verði fækkað úr tólf í níu.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins funduðu forystumenn flokkanna í gær og reyndu að ná samkomulagi en niðurstaða fékkst ekki. Þingfundur stóð enn þegar blaðið fór í prentun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×