Innlent

Átján stútar teknir um helgina

Í einu tilviki var um umferðaróhapp að ræða eins og sést á myndinni en ökumaður og farþegi hlupu af vettvangi. Þeir náðust skömmu síðar og voru færðir í fangageymslu."
Í einu tilviki var um umferðaróhapp að ræða eins og sést á myndinni en ökumaður og farþegi hlupu af vettvangi. Þeir náðust skömmu síðar og voru færðir í fangageymslu."

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um hvítasunnuhelgina. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjórtán þeirra hafi verið stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Mosfellsbæ og einn í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudag, níu á laugardag, fimm á sunnudag og þrír á mánudag.

Að sögn lögreglu var um að ræða þrettán karla á aldrinum 18-56 ára og fimm konur, 16-43 ára. „Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og tveir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi en annar þeirra, 16 ára stúlka, sagðist aðspurð um ökuferðina bara hafa verið að skreppa út í sjoppu. Í einu tilviki var um umferðaróhapp að ræða en ökumaður og farþegi hlupu af vettvangi. Þeir náðust skömmu síðar og voru færðir í fangageymslu."

Þá voru þrír ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna um sömu helgi. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi og einn í Reykjavík. Þetta voru allt konur en þær eru á aldrinum 18-29 ára. Sú yngsta hafði þegar verið svipt ökuleyfi en hún var auk þess á stolnum bíl.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×