Ólafur Darri Andrason: Afneitun leysir engan vanda Ólafur Darri Andrason skrifar 9. apríl 2010 06:00 Ögmundur Jónasson alþingismaður kallar eftir rökum okkar sem teljum að töf á lausn Icesave-deilunnar hamli endurreisn efnahagslífsins, í grein í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Það er fagnaðarefni að þingmaðurinn skuli leita eftir rökstuddri umræðu um þetta erfiða mál. Hitt er öllu dapurlegra að hann leggur lítið inn í slíka umræðu. Í stað þess að fjalla um málið af yfirvegun og með rökum gerir hann lítið úr málflutningi okkar sem erum honum ósammála og fer rangt með þegar hann vitnar í útreikninga hagdeildar ASÍ. En hver eru rök okkar sem teljum mikilvægt að ljúka Icesave-málinu án frekari tafa? Rökin eru fyrst og fremst þau að sterk tengsl séu á milli Icesave-málsins og endurreisnar efnahagslífsins. Tengsl Icesave og endurreisnarinnarLánshæfismat okkar hjá stórum erlendum matsfyrirtækjum hefur versnað vegna Icesave. Töf hefur orðið á endurskoðun á efnahagsáætlun okkar og AGS og Norðurlöndin hafa ekki treyst sér til að veita okkur lán á meðan málið er óleyst. Við þessar aðstæður er illmögulegt fyrir ríkið og orkufyrirtækin að leita eftir lánum á erlendum lánamörkuðum. Til skamms tíma þýðir þetta tvennt; endurfjármögnun á stórum afborgunum af erlendum lánum opinberra aðila eru í mikilli óvissu og ómögulegt verður að fjármagna þau orkuver sem þarf vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Takist okkur ekki að fá aðgang að erlendum lánamörkuðum þá klárast gjaldeyrisvaraforðinn á næstu tveimur árum. Ekkert verður af fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum og þar með hverfur sá hagvöxtur sem þær framkvæmdir áttu að skila. Að mati hagdeildar ASÍ verður þjóðfélagið af 133 milljarða verðmætum á næstu þremur árum verði ekkert af framkvæmdunum. Við þetta bætist að óvissan varðandi gjaldeyrisvaraforðann leiðir til þess að krónan verður veikari en ella sem þýðir að erfiðara verður að slaka á gjaldeyrishöftunum og lækka vexti. Ríkið verður af tekjum vegna minni umsvifa í hagkerfinu og útgjöld þess aukast vegna atvinnuleysis. Hvorttveggja kallar á enn meiri niðurskurð á fjárlögum en þegar hefur verið boðaður. Leysir Icesave allan vanda?Er öruggt að öll okkar vandamál leysist ef við bara klárum málið? Svarið er því miður nei. Það eru fleiri ljón í vegi stórframkvæmda en fjármögnun. Það er heldur ekki hægt að fullyrða að erlendir lánamarkaðir opnist um leið og við leysum Icesave-málið en það er nokkuð öruggt að á meðan málið er í uppnámi þá verður torsótt að sækja þangað lán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson alþingismaður kallar eftir rökum okkar sem teljum að töf á lausn Icesave-deilunnar hamli endurreisn efnahagslífsins, í grein í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Það er fagnaðarefni að þingmaðurinn skuli leita eftir rökstuddri umræðu um þetta erfiða mál. Hitt er öllu dapurlegra að hann leggur lítið inn í slíka umræðu. Í stað þess að fjalla um málið af yfirvegun og með rökum gerir hann lítið úr málflutningi okkar sem erum honum ósammála og fer rangt með þegar hann vitnar í útreikninga hagdeildar ASÍ. En hver eru rök okkar sem teljum mikilvægt að ljúka Icesave-málinu án frekari tafa? Rökin eru fyrst og fremst þau að sterk tengsl séu á milli Icesave-málsins og endurreisnar efnahagslífsins. Tengsl Icesave og endurreisnarinnarLánshæfismat okkar hjá stórum erlendum matsfyrirtækjum hefur versnað vegna Icesave. Töf hefur orðið á endurskoðun á efnahagsáætlun okkar og AGS og Norðurlöndin hafa ekki treyst sér til að veita okkur lán á meðan málið er óleyst. Við þessar aðstæður er illmögulegt fyrir ríkið og orkufyrirtækin að leita eftir lánum á erlendum lánamörkuðum. Til skamms tíma þýðir þetta tvennt; endurfjármögnun á stórum afborgunum af erlendum lánum opinberra aðila eru í mikilli óvissu og ómögulegt verður að fjármagna þau orkuver sem þarf vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Takist okkur ekki að fá aðgang að erlendum lánamörkuðum þá klárast gjaldeyrisvaraforðinn á næstu tveimur árum. Ekkert verður af fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum og þar með hverfur sá hagvöxtur sem þær framkvæmdir áttu að skila. Að mati hagdeildar ASÍ verður þjóðfélagið af 133 milljarða verðmætum á næstu þremur árum verði ekkert af framkvæmdunum. Við þetta bætist að óvissan varðandi gjaldeyrisvaraforðann leiðir til þess að krónan verður veikari en ella sem þýðir að erfiðara verður að slaka á gjaldeyrishöftunum og lækka vexti. Ríkið verður af tekjum vegna minni umsvifa í hagkerfinu og útgjöld þess aukast vegna atvinnuleysis. Hvorttveggja kallar á enn meiri niðurskurð á fjárlögum en þegar hefur verið boðaður. Leysir Icesave allan vanda?Er öruggt að öll okkar vandamál leysist ef við bara klárum málið? Svarið er því miður nei. Það eru fleiri ljón í vegi stórframkvæmda en fjármögnun. Það er heldur ekki hægt að fullyrða að erlendir lánamarkaðir opnist um leið og við leysum Icesave-málið en það er nokkuð öruggt að á meðan málið er í uppnámi þá verður torsótt að sækja þangað lán.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun