Lífið

Keypti Cartier-demantsarmband til að bæta fyrir framhjáhaldið

David Boreanaz bætir fyrir brot sitt með því að kaupa gjafir handa eiginkonunni.
David Boreanaz bætir fyrir brot sitt með því að kaupa gjafir handa eiginkonunni.

Bones leikarinn David Boreanaz játaði fyrir skemmstu að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, Jamie Bergman, með tvemur konum.

Hjónin hafa ákveðið að reyna að bjarga hjónabandinu þrátt fyrir þetta og á Boreanaz að hafa keypt demantsarmband handa eiginkonu sinni.

Armbandið keypti hann hjá Cartier og kostaði tæpar fjórar milljónir. „David er að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta fyrir brot sitt. Hann veit að hann getur ekki keypt fyrirgefningu en hann vill samt sem áður dekra við Jamie og það virðist virka," var haft eftir vini hjónanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.