Handbolti

Króatar með fullt hús í milliriðil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balic og félagar hafa ekki verð sannfærandi.
Balic og félagar hafa ekki verð sannfærandi.

Króatía vann seiglusigur á Rússlandi, 30-28, og fer með fjögur stig inn í milliriðilinn sem Ísland mun einnig taka þátt í. Króatar eru því í afar vænlegri stöðu.

Rússar gerðu þeim lífið erfitt fyrir í dag og voru með þriggja marka forystu þegar innan við tíu mínútur voru eftir.

Króatar áttu aftur á móti magnaðan endasprett og tryggðu sér sigurinn eins og áður segir.

Þó svo Króatar hafi unnið alla leiki sína hefur liðið ekki virkað allt of sannfærandi. Norðmenn voru klaufar að vinna þá ekki, þeir rétt mörðu sigur í dag og voru í vandræðum með Úkraínumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×