„Margt dýrmætt á þessum ferli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 11:32 Ásbjörn lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti og skilur sáttur við handboltann. vísir / ívar Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps Sjá meira
Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps Sjá meira