Sömu mistökin aftur? Björn B. Björnsson skrifar 21. júlí 2010 06:00 Við gerð síðustu fjárlaga gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjárlaganefnd alvarleg mistök þegar framlög ríkisins til kvikmyndasjóða voru skorin niður um 250 milljónir króna. Ætlunin var að lækka útgjöld ríkisins en ný rauð skýrsla um fjármögnun íslenskra kvikmynda sýnir ljóslega að tekjur ríkisins lækkuðu a.m.k. jafn mikið niðurskurðinum. Sparnaðurinn var því minni en enginn – en skaðinn verulegur. Samkvæmt rauðu skýrslunni hefði kvikmyndaframleiðsla á Íslandi verið um 1600 milljónum króna meiri á þessu ári ef niðurskurðurinn hefði ekki komið til. Þessar kvikmyndir hefðu fengið um 100 milljónir króna í endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu (til viðbótar við þær 250 sem komið hefðu úr kvikmyndasjóðum) svo þessi fjárfesting ríkisins í kvikmyndaiðnaðinum hefði numið 350 milljónum króna. Launaskattar af þessari starfsemi hefðu numið 360 milljónum eða aðeins hærri upphæð en framlög ríkisins. Eru þá ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur hins opinbera af þessari atvinnustarfsemi. Sparnaður ríkisins af þessum „niðurskurði“ er með öðrum orðum minni en enginn! Skaðinn sem niðurskurðurinn hefur valdið er hins vegar margvíslegur; í efnahagslegu tilliti höfum við misst af um 600 hundruð milljónum í erlendum fjárfestingum sem þessi kvikmyndaframleiðsla hefði dregið til landsins. Launagreiðslur upp á um 1200 milljónir eru farnar út um gluggann sem jafngildir um 200 störfum. Auk þess mun draga úr landkynningu á næstu misserum því íslenskar kvikmyndir gegna veigamiklu hlutverki á því sviði. Menningarlegi skaðinn er sá að við höfum nú tapað tveimur íslenskum bíómyndum, fimm til tíu heimildarmyndum og tveimur leiknum íslenskum sjónvarpsþáttaröðum, sem nýlega var farið að framleiða hérlendis – og við höfum ekki sparað eina krónu! Vissulega kemur niðurskurður kvikmyndasjóða fram sem sparnaður í menningar- og iðnaðarráðuneytum, en tekjutapið í fjármálaráðuneytinu er a.m.k. jafn mikið og því er ekki um neinn sparnað að ræða – aðeins fjárhagslegan og menningarlegan skaða. Við fjárlagagerð á Írlandi á síðasta hausti gerði ríkisstjórnin þar tillögu um mikinn niðurskurð til kvikmyndasjóða líkt og gert var hér á landi. Munurinn er sá að þar á bæ var þingnefnd falið að skoða málið og niðurstaðan var sú að hætt var við að skera kvikmyndasjóðina niður eins og tillagan gerði ráð fyrir. Á Íslandi var hins vegar flanað út í þennan „niðurskurð“ að óathuguðu máli með hörmulegum afleiðingum fyrir atvinnugrein sem getur skilað þjóðarbúinu góðum tekjum og skapað skemmtileg störf við framleiðslu á íslenskum menningarafurðum. Rauða skýrslan sýnir staðreyndir málsins svart á hvítu svo spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Getur áhugafólk um vitræn vinnubrögð í stjórnsýslunni, unnendur íslenskrar menningar og fólkið sem starfar í kvikmyndaiðnaðinum treyst því að sömu mistökin verði ekki gerð aftur í haust? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við gerð síðustu fjárlaga gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjárlaganefnd alvarleg mistök þegar framlög ríkisins til kvikmyndasjóða voru skorin niður um 250 milljónir króna. Ætlunin var að lækka útgjöld ríkisins en ný rauð skýrsla um fjármögnun íslenskra kvikmynda sýnir ljóslega að tekjur ríkisins lækkuðu a.m.k. jafn mikið niðurskurðinum. Sparnaðurinn var því minni en enginn – en skaðinn verulegur. Samkvæmt rauðu skýrslunni hefði kvikmyndaframleiðsla á Íslandi verið um 1600 milljónum króna meiri á þessu ári ef niðurskurðurinn hefði ekki komið til. Þessar kvikmyndir hefðu fengið um 100 milljónir króna í endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu (til viðbótar við þær 250 sem komið hefðu úr kvikmyndasjóðum) svo þessi fjárfesting ríkisins í kvikmyndaiðnaðinum hefði numið 350 milljónum króna. Launaskattar af þessari starfsemi hefðu numið 360 milljónum eða aðeins hærri upphæð en framlög ríkisins. Eru þá ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur hins opinbera af þessari atvinnustarfsemi. Sparnaður ríkisins af þessum „niðurskurði“ er með öðrum orðum minni en enginn! Skaðinn sem niðurskurðurinn hefur valdið er hins vegar margvíslegur; í efnahagslegu tilliti höfum við misst af um 600 hundruð milljónum í erlendum fjárfestingum sem þessi kvikmyndaframleiðsla hefði dregið til landsins. Launagreiðslur upp á um 1200 milljónir eru farnar út um gluggann sem jafngildir um 200 störfum. Auk þess mun draga úr landkynningu á næstu misserum því íslenskar kvikmyndir gegna veigamiklu hlutverki á því sviði. Menningarlegi skaðinn er sá að við höfum nú tapað tveimur íslenskum bíómyndum, fimm til tíu heimildarmyndum og tveimur leiknum íslenskum sjónvarpsþáttaröðum, sem nýlega var farið að framleiða hérlendis – og við höfum ekki sparað eina krónu! Vissulega kemur niðurskurður kvikmyndasjóða fram sem sparnaður í menningar- og iðnaðarráðuneytum, en tekjutapið í fjármálaráðuneytinu er a.m.k. jafn mikið og því er ekki um neinn sparnað að ræða – aðeins fjárhagslegan og menningarlegan skaða. Við fjárlagagerð á Írlandi á síðasta hausti gerði ríkisstjórnin þar tillögu um mikinn niðurskurð til kvikmyndasjóða líkt og gert var hér á landi. Munurinn er sá að þar á bæ var þingnefnd falið að skoða málið og niðurstaðan var sú að hætt var við að skera kvikmyndasjóðina niður eins og tillagan gerði ráð fyrir. Á Íslandi var hins vegar flanað út í þennan „niðurskurð“ að óathuguðu máli með hörmulegum afleiðingum fyrir atvinnugrein sem getur skilað þjóðarbúinu góðum tekjum og skapað skemmtileg störf við framleiðslu á íslenskum menningarafurðum. Rauða skýrslan sýnir staðreyndir málsins svart á hvítu svo spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Getur áhugafólk um vitræn vinnubrögð í stjórnsýslunni, unnendur íslenskrar menningar og fólkið sem starfar í kvikmyndaiðnaðinum treyst því að sömu mistökin verði ekki gerð aftur í haust?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun