Innlent

Fleiri vilja norður í háskólanám

Fleiri vilja sækja nám fyrir norðan en síðustu ár.
Fleiri vilja sækja nám fyrir norðan en síðustu ár.
Háskólanum á Akureyri bárust tæpar 1.100 umsóknir fyrir næsta skólaár, sem er talsverð aukning frá fyrri árum. Heildarfjöldi nemenda er nú um 1.500.

Forsvarsmenn skólans eru ánægðir með þróunina en fjöldi nýrra umsókna er talinn endurspegla þörfina fyrir starfsemi hans.

Mest aukning er innan heilbrigðisvísindasviðs en einnig varð fjölgun á auðlindasviði. Umsóknir í viðskiptafræði og félagsvísindi voru þó heldur færri en undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×