Lífið

Pattinson tekst á við frægðina

Robert Pattinson segir frægðina hafa gert sig vænisjúkan.
Robert Pattinson segir frægðina hafa gert sig vænisjúkan.
Hjartaknúsarinn Robert Pattinson sat fyrir svörum hjá franska tímaritinu Premiere fyrir skemmstu og var hann meðal annars spurður út í fylgifiska frægðarinnar. „Eftir að ég varð frægur hef ég orðið svolítið vænisjúkur.

Þegar ég geng um göturnar þá forðast ég að líta í augun á fólki skyldi það þekkja mig í sjón. Mér finnst ég þurfa að fela mig stanslaust. Ég lifi undarlegu lífi og ég get ekki verið eins opinn og ég mundi vilja vera. En maður lærir að takast á við frægðina og mér finnst ég gera það betur núna en áður. Ég held að annað hvort missi maður bara tökin og loki sig af frá umheiminum, eða maður læri að takast á við frægðina."

Pattinson sló í gegn í hlutverki vampírunnar Edward Cullen í Twilight kvikmyndinni og hefur síðan þá verið einn eftirsóttasti leikari Hollywood. Unglingsstúkur og jafnvel saklausar húsmæður hafa legið fyrir utan tökustaði hjá Pattinson í þeirri veiku von um að bera kyntáknið augum.

Næsta Twillight-mynd verður frumsýnd hér á landi þann 30.júní en bæði myndirnar og bækurnar hafa notið mikilla vinsælda. Pattinson hefur hins vegar einnig reynt fyrir sér í öðrum hlutverkum en Edward Cullen og hann er um þessar mundir að leika í kvikmyndinni Water for Elephants á móti Óskarsverðlaunahöfunum Christoph Waltz og Reese Witherspoon. Þar gengur hann til liðs við sirkus eftir að foreldrar hans eru drepnir. Þá er hann bókaður í kvikmyndina Unbound Captives þar sem mótleikarar hans eru Rachel Weisz og Hugh Jackman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.