Innlent

Gæðavottun til rækjuvinnslu

Gæðavottun til handa Ramma er sögð mikil viðurkenning.
Gæðavottun til handa Ramma er sögð mikil viðurkenning. fréttablaðið/vilhelm
Rækjuvinnsla Ramma á Siglufirði fékk nýlega BRC (British Retail Consortium) gæðavottun. Vottunin gerir fyrirtækinu kleift að selja vörur sínar til flestra kröfuhörðustu kaupenda rækju á Bretlandsmarkaði.

Fyrirtækið hefur tekið 1.300 tonn af rækju til vinnslu frá áramótum sem hafa selst jafnóðum.

Humarveiðar fyrirtækisins frá Þorlákshöfn hafa gengið samkvæmt áætlun það sem af er vertíðar og er helmingur kvótans þegar veiddur. Karfaveiðar hjá skipum félagsins á Reykjaneshrygg hafa jafnframt gengið að óskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×