Innlent

Unnu samfleytt í yfir 20 tíma

Frá Kirkjubæjarklaustri. Systrafoss.
Frá Kirkjubæjarklaustri. Systrafoss.
Margir björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu vaktina samfleytt í meira en 20 tíma á fimmtudag.

Óskað var eftir aðstoð við að ná í bíl sem erlendir ferðamenn höfðu fest í Fljótshverfi austan við Kirkjubæjarklaustur snemma morguns, en áður en hægt var að hjálpa þeim kom útkall vegna ungs manns sem var saknað. Sá fannst eftir hádegi eftir mikla leit.

Ekki tókst að koma fólki og bíltil byggða fyrr en klukkan þrjú aðfaranótt föstudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×