Innlent

Aldrei fleiri útskrifast úr Háskóla Íslands

Vorbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll í dag. Heildarfjöldi kandídata að þessu sinni er 1.780, sem er mesti fjöldi sem brautskráður hefur verið frá Háskóla Íslands.

Núna klukkan 11.00 fer fram brautskráningarathöfn kandídata sem eru að ljúka framhaldsnámi að loknu grunnnámi, þ.e. diplóma- og viðbótarnámi á framhaldsstigi, meistaranámi og kandídatsnámi. Þeir eru 670.

Klukkan 14.00 fer svo fram brautskráningarathöfn kandídata sem eru að ljúka grunnnámi (BA-, BEd-, BS-námi). Þeir eru 1.110 að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×