Erlent

Farþegi yfirbugaður í flugvél á leið til Denver

Mynd/AFP

Bandarísk yfirvöld höfðu mikinn viðbúnað í gærkvöldi þegar óttast var að farþegi um borð í innanlandsflugvél á leið til Denver ætlaði að granda flugvélinni með sprengiefni földu í skósólum sínum. Tvær F-16 orrustuflugvélar fylgdu faraþegavélinni en um borð voru 157 farþegar.

Óeinkennisklæddum lögreglumönnum um borð tókst að yfirbuga manninn sem er stjórnarerindreki frá Katar. Síðar kom í ljós að hann kveikti sér í sígarettu inn á salerni og tók því illa þegar flugþjónn gerði athugasemd við það sem varð til þess að starfsfólk grunaði að maðurinn hefði eitthvað illt í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×