Ungir framsóknarmenn á Austurlandi vilja hætta ESB viðræðum 30. mars 2010 19:55 Stjórn Eysteins - félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka. Það er austfirski miðillinn Austurglugginn sem greinir frá þessu en félagið samþykkti ályktun þess efnis í gær. Þetta er þvert á nýlega ályktun Sambands ungra framsóknarmanna. „Í henni segir að viðræðurnar séu ótímabærar og engar forsendur fyrir þeim. Aðild að sambandinu hafi mikil áhrif á sjávarútveg og landbúnað og þar af leiðandi landsbyggðina í heild sinni. Einnig er vísað til lítils vægis innan ESB vegna smæðar landsins," segir á Austurglugganum. „Eins og fram hefur komið eru ekki miklar líkur á að einhverskonar sérsamningar náist fyrir Íslendinga frekar en fyrir aðrar þjóðir og þar af leiðandi eru allar forsendur er komu fram í ályktun Framsóknarflokksins um Evrópusambands aðild á síðasta flokksþingi brostnar," segir ennfremur. Að lokum segir að stjórn félagsins hvetji þingmenn flokksins til að sýna samstöðu og einurð í andstöðu sinni við aðildarviðræður. Þá eru ungir framsóknarmenn hvattir til að einbeita sér að „þeim brýnu verkefnum sem krefjast úrlausnar á Íslandi í dag." Þetta er væntanlega sneið til aðalstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna sem um daginn lýsti yfir ánægju sinni með að aðildarviðræðurnar væru í réttum farvegi. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Stjórn Eysteins - félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka. Það er austfirski miðillinn Austurglugginn sem greinir frá þessu en félagið samþykkti ályktun þess efnis í gær. Þetta er þvert á nýlega ályktun Sambands ungra framsóknarmanna. „Í henni segir að viðræðurnar séu ótímabærar og engar forsendur fyrir þeim. Aðild að sambandinu hafi mikil áhrif á sjávarútveg og landbúnað og þar af leiðandi landsbyggðina í heild sinni. Einnig er vísað til lítils vægis innan ESB vegna smæðar landsins," segir á Austurglugganum. „Eins og fram hefur komið eru ekki miklar líkur á að einhverskonar sérsamningar náist fyrir Íslendinga frekar en fyrir aðrar þjóðir og þar af leiðandi eru allar forsendur er komu fram í ályktun Framsóknarflokksins um Evrópusambands aðild á síðasta flokksþingi brostnar," segir ennfremur. Að lokum segir að stjórn félagsins hvetji þingmenn flokksins til að sýna samstöðu og einurð í andstöðu sinni við aðildarviðræður. Þá eru ungir framsóknarmenn hvattir til að einbeita sér að „þeim brýnu verkefnum sem krefjast úrlausnar á Íslandi í dag." Þetta er væntanlega sneið til aðalstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna sem um daginn lýsti yfir ánægju sinni með að aðildarviðræðurnar væru í réttum farvegi.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira