Erlent

Með hríðskotariffla í neðanjarðarlestum

Óli Tynes skrifar
Við öllu búnir.
Við öllu búnir.

Lestarfarþegum í neðanjarðarlestum í New York brá í brún í morgun þegar þeir sáu lögreglumenn með hríðskotariffla, hjálma og í skotheldum vestum um borð í lestarvögnunum.

Skýringin var sú að þetta voru viðbrögð við sprengjuárásunum í Moskvu í gærmorgun. Michael Bloomberg borgarstjóri í New York sagði að ekki væri séð að nein tengsl væru á milli árásanna í Moskvu og hugsanlegrar árásar í New York.

Borgaryfirvöld vildu hinsvegar vera við öllu búin enda væri hryðjuverkastarfsemi alþjóðlegt fyrirbæri og hryðjuverkasamtök ynnu saman á ýmsum sviðum.

Borgarstjórinn sagði að þetta hefði verið gert nokkrusinni áður. Til dæmis eftir lestarárásirnar í Lundúnum og á Spáni.

Það væri stefna borgarinnar að vona hið besta en búa sig undir það versta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×