Erlent

Cameron og Clegg hittust á fundi í kvöld

MYND/AP

Þeir David Cameron leiðtogi íhaldsmanna í breska þinginu og Nick Clegg leiðtogi Frjálslyndra hittust í þinghúsinu í London í kvöld á tæplega klukkustundarlöngum fundi. Áður höfðu áhrifamenn innan flokkanna fundað í allan dag um mögulegt stjórnarsamstarf.

Áður en Clegg gekk til fundar við Cameron hitti hann reyndar Gordon Brown leiðtoga Verkamannaflokksins til þess að ræða möguleikann á samstarfi þeirra flokka.

Meiri líkur eru þó taldar á samstarfi Frjálslyndra demókrata og Íhaldsmanna og munu viðræðuhópar þeirra hittast á ný á næsta sólahring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×