Áfellisdómur yfir starfsháttum Samfylkingarinnar 5. desember 2010 12:18 Dagur B. Eggertsson. Mynd/Anton Brink Skýrsla umbótanefndar Samfylkingarinnar er áfellisdómur yfir starfsháttum flokksins að mati Dags. B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Flokkurinn bað íslensku þjóðina afsökunar í gær á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins. Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundaði í gær um skýrslu umbótanefndar flokksins en nefndinni var gert að fara yfir starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Nefndin gagnrýnir flokksforystuna harðlega og segir að hún sé engum tengslum við grasrót flokksins. innra starfs er sagt veikt og ráðherrar Samfylkingarinnar fylgdu ekki eftir stefnumálum flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum. „Samfylkingin hefur alveg frá því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lág fyrir verið í þessum umbótaferli til þess að draga fram veikleikana í starfi flokksins og taka á þeim. Þetta er hluti af umbótaferli og áfellisdómur er alveg rétt. Við þurfum að horfast í augu við það að traustið á stjórnmálunum hrundi með bönkunum og stjórnmálaflokkarnir þurfa að taka sig á. Og við erum að gera það." Dagur segir að öll Samfylkingarfélög verði heimsótt á næstunni. „Síðan verðum við með opið ferli á netinu þar sem flokksmenn geta sent inn sínar hugmyndir og athugasemdir. Að því loknu munu við leggja fram heilstæðar tillögur um þær breytingar sem gera þarf." Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar í gær á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins. Spurður hvort þörf hafi verið á slíkri afsökunarbeiðni segir Dagur: „Athyglin hefur hingað til verið á einstaklingum en það er svo mikilvægt að átta sig auðvitað á því að einstaklingar koma og fara. Það sem þarf að breytast er hvernig samfélagið vinnur, hvernig lögin eru og hvernig stofnanirnar eru þar á meðal stjórnmálaflokkarnir. Samfylkingin var með þessu að axla ábyrgð sem fjöldahreyfing og biðjast afsökunar. Það er mjög gróf einföldun að það sem misfórst hjá Samfylkingunni sé hægt að hengja bara á einhverja einstaka nafngreinda einstaklinga. Þetta var auðvitað líka ábyrgð flokksins sem að baki stóð og það vorum við einfaldlega að viðurkenna í gær. Mér finnst það sýna styrk." Tengdar fréttir „Við vorum ekki fórnarlömb óheillaþróunar“ Andvaraleysi og afneitun einkenndi afstöðu Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum að mati umbótanefndar flokksins. Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar í dag á mistökum sem flokkurinn gerði í aðdraganda hrunsins. 4. desember 2010 18:42 Tillaga um afsökunarbeiðni samþykkt Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem Samfylkingin biður íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. 4. desember 2010 16:41 Ingibjörg Sólrún á meðal fundarmanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var meðal fundargesta á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Hótel Loftleiðum í dag. Megin umfjöllunarefni fundarins eru tillögur umbótanefndar flokksins en nefndin var skipuð í aprílmánuði til að fara yfir starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg tók ekki til máls á fundinum en hún hefur nú yfirgefið samkunduna. 4. desember 2010 15:54 Stjórnarþátttakan afhjúpar veikleika flokksins Umbótanefnd Samfylkingarinnar kemst að þeirri megin niðurstöðu í skýrslu sem lögð er fyrir flokksstjórn í dag að bankahrunið og ríkisstjórnarþátttaka flokksins afhjúpi veikleika í flokksstarfinu. Varaformaður flokksins segir að ábyrgðin á bankahruninu megi ekki einskorðast við þá einstaklinga sem stóðu í eldlínunni á tíma hrunsins. 4. desember 2010 12:12 Samfylkingin biðji þjóðina afsökunar Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún beri ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnfram heitir flokkurinn því að hlusta með opnum huga á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. Þetta kemur fram í ályktun sem liggur fyrir flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á hótel Loftleiðum í dag og verður væntanlega samþykkt síðdegis. 4. desember 2010 15:07 Stjórnmálaflokkum verði bannað að auglýsa í sjónvarpi Samfylkingin hefur brennt sig illa á því að sækjast eftir og þiggja fé af einstökum fyrirtækjum og fjársterkum hagsmunaaðilum. Það er ljóst að flokkurinn hefur gert afdrifarík og alvarleg mistök með því að láta viðgangast að frambjóðendur öfluðu fjár frá fyrirtækjum, og jafnvel hvetja til þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar og lögð var fyrir flokksstjórn Samfylkingarinnar fyrr í dag. Nefndin leggur til að flokkurinn beiti sér fyrir því að sjónvarps- og útvarpsauglýsingar stjórnmálaflokka verði bannaðar í aðdraganda kosninga. 4. desember 2010 13:39 Ráðherrar sagðir í engum tengslum við flokkinn „Starf ráðherra er í litlum eða engum tengslum við flokkinn. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa engar skyldur um að standa skil á embættisfærslum sínum gagnvart eigin félögum og flokksmenn hafa engar formlegar leiðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra flokksins,“ segir í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar sem lögð var fyrir flokksstjórn flokksins í hádeginu. 4. desember 2010 13:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Skýrsla umbótanefndar Samfylkingarinnar er áfellisdómur yfir starfsháttum flokksins að mati Dags. B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Flokkurinn bað íslensku þjóðina afsökunar í gær á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins. Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundaði í gær um skýrslu umbótanefndar flokksins en nefndinni var gert að fara yfir starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Nefndin gagnrýnir flokksforystuna harðlega og segir að hún sé engum tengslum við grasrót flokksins. innra starfs er sagt veikt og ráðherrar Samfylkingarinnar fylgdu ekki eftir stefnumálum flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum. „Samfylkingin hefur alveg frá því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lág fyrir verið í þessum umbótaferli til þess að draga fram veikleikana í starfi flokksins og taka á þeim. Þetta er hluti af umbótaferli og áfellisdómur er alveg rétt. Við þurfum að horfast í augu við það að traustið á stjórnmálunum hrundi með bönkunum og stjórnmálaflokkarnir þurfa að taka sig á. Og við erum að gera það." Dagur segir að öll Samfylkingarfélög verði heimsótt á næstunni. „Síðan verðum við með opið ferli á netinu þar sem flokksmenn geta sent inn sínar hugmyndir og athugasemdir. Að því loknu munu við leggja fram heilstæðar tillögur um þær breytingar sem gera þarf." Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar í gær á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins. Spurður hvort þörf hafi verið á slíkri afsökunarbeiðni segir Dagur: „Athyglin hefur hingað til verið á einstaklingum en það er svo mikilvægt að átta sig auðvitað á því að einstaklingar koma og fara. Það sem þarf að breytast er hvernig samfélagið vinnur, hvernig lögin eru og hvernig stofnanirnar eru þar á meðal stjórnmálaflokkarnir. Samfylkingin var með þessu að axla ábyrgð sem fjöldahreyfing og biðjast afsökunar. Það er mjög gróf einföldun að það sem misfórst hjá Samfylkingunni sé hægt að hengja bara á einhverja einstaka nafngreinda einstaklinga. Þetta var auðvitað líka ábyrgð flokksins sem að baki stóð og það vorum við einfaldlega að viðurkenna í gær. Mér finnst það sýna styrk."
Tengdar fréttir „Við vorum ekki fórnarlömb óheillaþróunar“ Andvaraleysi og afneitun einkenndi afstöðu Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum að mati umbótanefndar flokksins. Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar í dag á mistökum sem flokkurinn gerði í aðdraganda hrunsins. 4. desember 2010 18:42 Tillaga um afsökunarbeiðni samþykkt Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem Samfylkingin biður íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. 4. desember 2010 16:41 Ingibjörg Sólrún á meðal fundarmanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var meðal fundargesta á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Hótel Loftleiðum í dag. Megin umfjöllunarefni fundarins eru tillögur umbótanefndar flokksins en nefndin var skipuð í aprílmánuði til að fara yfir starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg tók ekki til máls á fundinum en hún hefur nú yfirgefið samkunduna. 4. desember 2010 15:54 Stjórnarþátttakan afhjúpar veikleika flokksins Umbótanefnd Samfylkingarinnar kemst að þeirri megin niðurstöðu í skýrslu sem lögð er fyrir flokksstjórn í dag að bankahrunið og ríkisstjórnarþátttaka flokksins afhjúpi veikleika í flokksstarfinu. Varaformaður flokksins segir að ábyrgðin á bankahruninu megi ekki einskorðast við þá einstaklinga sem stóðu í eldlínunni á tíma hrunsins. 4. desember 2010 12:12 Samfylkingin biðji þjóðina afsökunar Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún beri ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnfram heitir flokkurinn því að hlusta með opnum huga á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. Þetta kemur fram í ályktun sem liggur fyrir flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á hótel Loftleiðum í dag og verður væntanlega samþykkt síðdegis. 4. desember 2010 15:07 Stjórnmálaflokkum verði bannað að auglýsa í sjónvarpi Samfylkingin hefur brennt sig illa á því að sækjast eftir og þiggja fé af einstökum fyrirtækjum og fjársterkum hagsmunaaðilum. Það er ljóst að flokkurinn hefur gert afdrifarík og alvarleg mistök með því að láta viðgangast að frambjóðendur öfluðu fjár frá fyrirtækjum, og jafnvel hvetja til þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar og lögð var fyrir flokksstjórn Samfylkingarinnar fyrr í dag. Nefndin leggur til að flokkurinn beiti sér fyrir því að sjónvarps- og útvarpsauglýsingar stjórnmálaflokka verði bannaðar í aðdraganda kosninga. 4. desember 2010 13:39 Ráðherrar sagðir í engum tengslum við flokkinn „Starf ráðherra er í litlum eða engum tengslum við flokkinn. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa engar skyldur um að standa skil á embættisfærslum sínum gagnvart eigin félögum og flokksmenn hafa engar formlegar leiðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra flokksins,“ segir í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar sem lögð var fyrir flokksstjórn flokksins í hádeginu. 4. desember 2010 13:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
„Við vorum ekki fórnarlömb óheillaþróunar“ Andvaraleysi og afneitun einkenndi afstöðu Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum að mati umbótanefndar flokksins. Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar í dag á mistökum sem flokkurinn gerði í aðdraganda hrunsins. 4. desember 2010 18:42
Tillaga um afsökunarbeiðni samþykkt Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem Samfylkingin biður íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. 4. desember 2010 16:41
Ingibjörg Sólrún á meðal fundarmanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var meðal fundargesta á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Hótel Loftleiðum í dag. Megin umfjöllunarefni fundarins eru tillögur umbótanefndar flokksins en nefndin var skipuð í aprílmánuði til að fara yfir starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg tók ekki til máls á fundinum en hún hefur nú yfirgefið samkunduna. 4. desember 2010 15:54
Stjórnarþátttakan afhjúpar veikleika flokksins Umbótanefnd Samfylkingarinnar kemst að þeirri megin niðurstöðu í skýrslu sem lögð er fyrir flokksstjórn í dag að bankahrunið og ríkisstjórnarþátttaka flokksins afhjúpi veikleika í flokksstarfinu. Varaformaður flokksins segir að ábyrgðin á bankahruninu megi ekki einskorðast við þá einstaklinga sem stóðu í eldlínunni á tíma hrunsins. 4. desember 2010 12:12
Samfylkingin biðji þjóðina afsökunar Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún beri ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnfram heitir flokkurinn því að hlusta með opnum huga á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. Þetta kemur fram í ályktun sem liggur fyrir flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á hótel Loftleiðum í dag og verður væntanlega samþykkt síðdegis. 4. desember 2010 15:07
Stjórnmálaflokkum verði bannað að auglýsa í sjónvarpi Samfylkingin hefur brennt sig illa á því að sækjast eftir og þiggja fé af einstökum fyrirtækjum og fjársterkum hagsmunaaðilum. Það er ljóst að flokkurinn hefur gert afdrifarík og alvarleg mistök með því að láta viðgangast að frambjóðendur öfluðu fjár frá fyrirtækjum, og jafnvel hvetja til þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar og lögð var fyrir flokksstjórn Samfylkingarinnar fyrr í dag. Nefndin leggur til að flokkurinn beiti sér fyrir því að sjónvarps- og útvarpsauglýsingar stjórnmálaflokka verði bannaðar í aðdraganda kosninga. 4. desember 2010 13:39
Ráðherrar sagðir í engum tengslum við flokkinn „Starf ráðherra er í litlum eða engum tengslum við flokkinn. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa engar skyldur um að standa skil á embættisfærslum sínum gagnvart eigin félögum og flokksmenn hafa engar formlegar leiðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra flokksins,“ segir í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar sem lögð var fyrir flokksstjórn flokksins í hádeginu. 4. desember 2010 13:16