Passar sem lok á pott 28. maí 2010 07:30 Brúður, saga og tónlist skapa draumaheim í Kúlunni þessa dagana. mynd Þjóðleikhúsið/Eddi Á morgun verður nýtt leik- og tónverk fyrir börn, Herra Pottur og ungfrú Lok, frumsýnt í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins. Sýningin er bræðingur tónlistar eftir Bohuslav Martinu frá 1927 og sögu Christhophe Garda frá 2007 sem í fyrsta sinn er sögð í sviðsuppfærslu á Íslandi fyrir tilstilli Óperarctic félagsins. Veröld herra Potts og ungfrúar Loks er allt í senn spennandi, undursamleg og heillandi öllum börnum allt frá fjögurra ára til hundrað og fjögurra. Með hjálp sex hljóðfæraleikara, að minnsta kosti jafnmargra brúða og einnar sögukonu, Sólveigar Simha, er áhorfendum fylgt hönd í hönd í ævintýralegt ferðalag um hið fagra draumaland Bohuslavs litla Martinus, drengs sem sér áhöldin í eldhúsinu lifna við. Ástir herra Potts og ungfrúar Loks fara nánast út um þúfur vegna afbrýðisemi daðurdrósarinnar Kvarnar. Pörupilturinn Klútur og hinn reglufasti herra Sópur dragast inn í atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Tónlistin segir einnig sögu, en það er saga djass, tangó, charleston og foxtrott. Leikstjóri að verkinu er Ágústa Skúladóttir, en búninga, brúður og sviðsmynd skóp Katrín Þorvaldsdóttir. Sögumaður og leikari er Sólveig Simha. Sýningardagar eru á morgun, 30. maí, 5. og 6. júní kl. 13 og 15. Ein sýning á frönsku 3. júní kl. 17. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2010 og er samstarfsverkefni Óperarctic félagsins og Þjóðleikhússins studd af Alliance française, Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði, Barnamenningarsjóði og Barnavinafélaginu Sumargjöf. Herra Pottur og ungfrú Lok er listrænt og fræðandi verkefni fyrir börn. Það miðar að því að kynna fyrir þeim töfraheim sígildrar tónlistar og leihússins í senn. Óperarctic félagið, sem hefur það að markmiði að setja upp óhefðbundnar tónlistarsýningar, vill með þessari sýningu vekja áhuga ungra hlustenda á þessu einstaka listformi sem reynir á allt í senn, rödd, líkama og hljóðfæraleik. Herra Pottur og ungfrú Lok er annað leikverk félagsins en kammeróperan Hugstolinn var sett upp á Listahátíð í Reykjavík 2004 og fór í leikför um Norður-Evrópu. Fyrir nokkrum árum samdi franski leikhúslistamaðurinn Christophe Garda sögu, ævintýri fyrir börn, út frá raddskrá Bohuslavs Martinus og var verkið frumflutt í tónleikauppfærslu ásamt sögumanni við enduropnun Salle Pleyel-leikhússins í París árið 2007. Sama ár tók Sólveig Simha þátt í upptökum á vegum franska útgefandans Intrada á tónaævintýrinu. Hlöðver Ellertsson þýddi söguna á íslensku og í framhaldi af því ákvað Óperarctic félagið að setja verkið upp hér á landi. Sviðsuppfærsla Óperarctic félagsins í Þjóðleikhúsinu á sögu Garda við tónlist Martinus er sú fyrsta sinnar tegundar. Með hjálp sex hljóðfæraleikara, að minnsta kosti jafnmargra brúða og einnar sögukonu, Sólveigar Simha, er áhorfandinn leiddur hönd í hönd í ævintýralegt ferðalag um hið fagra draumaland Bohuslavs litla Martinus. pbb@frettabladid.is Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Á morgun verður nýtt leik- og tónverk fyrir börn, Herra Pottur og ungfrú Lok, frumsýnt í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins. Sýningin er bræðingur tónlistar eftir Bohuslav Martinu frá 1927 og sögu Christhophe Garda frá 2007 sem í fyrsta sinn er sögð í sviðsuppfærslu á Íslandi fyrir tilstilli Óperarctic félagsins. Veröld herra Potts og ungfrúar Loks er allt í senn spennandi, undursamleg og heillandi öllum börnum allt frá fjögurra ára til hundrað og fjögurra. Með hjálp sex hljóðfæraleikara, að minnsta kosti jafnmargra brúða og einnar sögukonu, Sólveigar Simha, er áhorfendum fylgt hönd í hönd í ævintýralegt ferðalag um hið fagra draumaland Bohuslavs litla Martinus, drengs sem sér áhöldin í eldhúsinu lifna við. Ástir herra Potts og ungfrúar Loks fara nánast út um þúfur vegna afbrýðisemi daðurdrósarinnar Kvarnar. Pörupilturinn Klútur og hinn reglufasti herra Sópur dragast inn í atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Tónlistin segir einnig sögu, en það er saga djass, tangó, charleston og foxtrott. Leikstjóri að verkinu er Ágústa Skúladóttir, en búninga, brúður og sviðsmynd skóp Katrín Þorvaldsdóttir. Sögumaður og leikari er Sólveig Simha. Sýningardagar eru á morgun, 30. maí, 5. og 6. júní kl. 13 og 15. Ein sýning á frönsku 3. júní kl. 17. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2010 og er samstarfsverkefni Óperarctic félagsins og Þjóðleikhússins studd af Alliance française, Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði, Barnamenningarsjóði og Barnavinafélaginu Sumargjöf. Herra Pottur og ungfrú Lok er listrænt og fræðandi verkefni fyrir börn. Það miðar að því að kynna fyrir þeim töfraheim sígildrar tónlistar og leihússins í senn. Óperarctic félagið, sem hefur það að markmiði að setja upp óhefðbundnar tónlistarsýningar, vill með þessari sýningu vekja áhuga ungra hlustenda á þessu einstaka listformi sem reynir á allt í senn, rödd, líkama og hljóðfæraleik. Herra Pottur og ungfrú Lok er annað leikverk félagsins en kammeróperan Hugstolinn var sett upp á Listahátíð í Reykjavík 2004 og fór í leikför um Norður-Evrópu. Fyrir nokkrum árum samdi franski leikhúslistamaðurinn Christophe Garda sögu, ævintýri fyrir börn, út frá raddskrá Bohuslavs Martinus og var verkið frumflutt í tónleikauppfærslu ásamt sögumanni við enduropnun Salle Pleyel-leikhússins í París árið 2007. Sama ár tók Sólveig Simha þátt í upptökum á vegum franska útgefandans Intrada á tónaævintýrinu. Hlöðver Ellertsson þýddi söguna á íslensku og í framhaldi af því ákvað Óperarctic félagið að setja verkið upp hér á landi. Sviðsuppfærsla Óperarctic félagsins í Þjóðleikhúsinu á sögu Garda við tónlist Martinus er sú fyrsta sinnar tegundar. Með hjálp sex hljóðfæraleikara, að minnsta kosti jafnmargra brúða og einnar sögukonu, Sólveigar Simha, er áhorfandinn leiddur hönd í hönd í ævintýralegt ferðalag um hið fagra draumaland Bohuslavs litla Martinus. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“