Lífið

Magnað partí hjá GK og Sexy Lazer

Tinni Sveinsson skrifar
DJ Sexy Lazer og Ellen Lofts voru í þvílíku stuði.
DJ Sexy Lazer og Ellen Lofts voru í þvílíku stuði.
Á miðvikudaginn stóð verslunin GK við Laugaveg fyrir miklum fögnuði. Plötusnúðurinn Sexy Lazer setti þarna upp allar græjurnar sínar og frumflutti dj-verkið Deep By Day.

Sexy Lazer, eða Jón Atli, setti verkið saman fyrir GK og bauð verslunin gestum upp á þá nýstárlegu sumargjöf að hlaða því inn á iPod, tölvu eða minnislykil. Fyrir þá sem ekki komust er hægt að skrá sig á póstlistann á heimasíðu GK til að nálgast Deep By Day.

Fjöldi fólks mætti í partíið en þar var því einnig fagnað að fatahönnuðurinn Mundi er nú búinn að koma sér þægilega fyrir í GK. Búið er að setja nýju línuna hans, The Human Export Plan, upp í versluninni og kemur það frábærlega út. Mundi gerði einnig sérstaka útstillingu í gluggann.

Kíkið á stemmninguna í GK í myndasafninu fyrir neðan.





Carmen Jóhannsdóttir og Sigyn Eiríksdóttir, mamma Munda fatahönnuðar.
Kristín og Gísli Galdur með Bríeti Eyju.
Hönnuðirnir og vinirnir Gunni Þorvalds, Höddi Kristbjörns og Mundi voru alveg með þetta.
Inga skartgripahönnuður, Eyþór Ingi, Heiða verslunarstjóri GK og Áróra hönnuður.
Linda Loeskow og Bjarni B. Björnsson.
Ingunn Erla og vinkona.
Hönnun Munda þótti smellpassa inn í verslunina.
Svava Halldórsdóttir og Arna Ævarsdóttir.
Mundi, Kolbrún Vaka, Gísli og Eyja, Kristín og Guðmundur Jörundsson.
Verslunin var hin glæsilegasta, alveg eins og gestirnir.
Jón Atli og Snorri Ásmunds.
Erna Bergmann, Ellen Lofts og Börkur Sigþórsson ljósmyndari.
Nick Knowles og Rúnar í Nikita.
Sævar Markús og Stefán Svan Aðalheiðarson.
GK bauð gestum að hlaða niður Deep By Day eftir DJ Sexy Lazer.
Anna Lísa, Margrét og vinkona.
Eva Katrín og Erna Bergmann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.