Laun og skuldir í sömu mynt Magnús Orri Schram skrifar 10. desember 2010 13:23 Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi stundar, sem og að marka stefnu til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn en einmitt þegar gengið er í gegnum erfiðleika. Langtímamarkmið okkar er að hér verði mögulegt að búa áfram og það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða. Stærsta álitaefnið í því sambandi er líklega það hvort almenningur á Íslandi fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu eða viljum við áfram búa almenningi þann veruleika að tvær myntir séu í landinu - þ.e. launakrónan í launaumslaginu og verðtryggða krónan í gluggaumslaginu? Það var sveiflan á milli þessara tveggja mynta sem orsakaði eignatjón almennings haustið 2008. Ef við ráðumst ekki að rót þessa vanda, er ekkert því til fyrirstöðu að við bjóðum börnunum okkar uppá sama óréttlætið eftir 10-15 ár og við höfum nú upplifað. Stærstur hluti erfiðleika íslenskra fyrirtækja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á sig mikið högg vegna hruns bankanna en tókst með neyðarlögunum að minnka það tjón og senda reikninginn að einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og því verðbólguskoti sem varð því samfara. Þannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en bankahrunið. Íslendingar upplifa bæði banka- og myntkreppu, þegar önnur lönd glíma bara við bankakreppu. Sem dæmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun þeirra og skuldir í sömu myntinni. Stjórnmálamenn eiga að skapa skilyrði og umhverfi til að fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að framtíð íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgið í myntsamstarfi við vinaþjóðir í Evrópu. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíðarsýn í þessum efnum. Nú er komið að almenningi að standa með sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skilið að laun og skuldir séu í sömu myntinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga jafnt að takast á við málefni líðandi stundar, sem og að marka stefnu til framtíðar. Sjaldan er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn en einmitt þegar gengið er í gegnum erfiðleika. Langtímamarkmið okkar er að hér verði mögulegt að búa áfram og það er hlutverk stjórnmálamanna að skapa skilyrði og umhverfi til að svo megi verða. Stærsta álitaefnið í því sambandi er líklega það hvort almenningur á Íslandi fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu eða viljum við áfram búa almenningi þann veruleika að tvær myntir séu í landinu - þ.e. launakrónan í launaumslaginu og verðtryggða krónan í gluggaumslaginu? Það var sveiflan á milli þessara tveggja mynta sem orsakaði eignatjón almennings haustið 2008. Ef við ráðumst ekki að rót þessa vanda, er ekkert því til fyrirstöðu að við bjóðum börnunum okkar uppá sama óréttlætið eftir 10-15 ár og við höfum nú upplifað. Stærstur hluti erfiðleika íslenskra fyrirtækja og heimila snýst ekki um hrun bankakerfisins heldur miklu fremur um sveiflur í gengi erlendra mynta, launakrónu og verðtryggðar krónu. Ríkið tók á sig mikið högg vegna hruns bankanna en tókst með neyðarlögunum að minnka það tjón og senda reikninginn að einhverju leyti til erlenda kröfuhafa. Tjón almennings er hins vegar miklu fremur tengt gengi krónunnar og því verðbólguskoti sem varð því samfara. Þannig hitti hrun launakrónunnar íslensk heimili miklu verr en bankahrunið. Íslendingar upplifa bæði banka- og myntkreppu, þegar önnur lönd glíma bara við bankakreppu. Sem dæmi hefur írskur almenningur ekki lent í stórkostlegu eignatjóni enda eru laun þeirra og skuldir í sömu myntinni. Stjórnmálamenn eiga að skapa skilyrði og umhverfi til að fólk vilji búa hér áfram. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt á það áherslu að framtíð íslenskra neytenda, íslenskra skuldara og íslenskra launamanna sé best borgið í myntsamstarfi við vinaþjóðir í Evrópu. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki lagt fram neina framtíðarsýn í þessum efnum. Nú er komið að almenningi að standa með sjálfum sér og krefjast breytinga. Íslenskur almenningur á skilið að laun og skuldir séu í sömu myntinni.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun