Lífið

Jón Gnarr frumflytur Besta lag í heimi

Besti flokkurinn er með Besta lag í heimi.
Besti flokkurinn er með Besta lag í heimi.
Borgarstjórakandídatinn Jón Gnarr er búinn að semja lag fyrir Besta flokkinn sem heitir Besta lag í heimi.

Margir bíða eflaust spenntir eftir að heyra lagið en það verður frumflutt í þætti Snorra Helgasonar úr Sprengjuhöllinni á útvarpsstöðinni X-977 á morgun.

Snorri stjórnar þar þættinum Yokó Dónó. Hann kallar þáttinn "poppperraþátt" en í honum fer hann yfir popp- og tónlistarsöguna og fær til sín "gestaperra" hverju sinni. Þátturinn hefst klukkan 14 á morgun og er til klukkan 16.

Hægt er að hlusta á X-977 í beinni hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.