Kjósum ríkisstjórn beint Eiríkur Bergmann skrifar 1. nóvember 2010 15:15 Á fyrirhuguðu stjórnlagaþingi þarf að endurskoða frá grunni valdskiptingu íslenska ríkisns. Auk þess að ræða persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, kjördæmaskiptinguna og jafnvel lækkun kosningaaldursins í sextán ár tel ég brýnt að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað hvort í heild sinni eða þá forsætisráðherrann einan sem myndi velja með sér aðra ráðherra - sem var það sem Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna lagði til. Í því sambandi eru margar útfærslur mögulegar. En mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað niður undir oki ríkisstjórnarinnar. Lengst af var Alþingi meginvettvangur íslenskra stjórnmála en löggjafarþingið kom inn í landið langt á undan framkvæmdavaldinu. Á síðari árum hefur valdið hins vegar streymt frá þinginu til ríkisstjórnar sem aðeins hefur óbeint lýðræðislegt umboð, í gegnum þingið - sem þó er undir járnhæl leiðtoga stjórnarflokkanna hverju sinni. Við höfum því færst frá ræði þings yfir í ráðherraræði og raunar alla leið yfir í leiðtogaræði. Samt kýs enginn leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þessu þarf að breyta og þetta þarf að laga. Með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu væri hægt að koma beinu lýðræðislegu taumhaldi á ríkisstjórnina. En til að tryggja áframhaldandi þingræði mætti áfram viðhalda þeirri reglu að þingið geti komið ríkisstjórn frá með því að samþykkja á hana vantraust. Öfugt við hina formlegu tilhögun sem segir að þingið velji og hafi taumhald á framkvæmdavaldinu hefur reyndin orðin þveröfug, nú ráða ráðherrar öllu sem máli skiptir á Alþingi. Lagafrumvörp streyma í stríðum straumum frá ráðuneytum til Alþingis og svokölluð þingmannafrumvarp frá sjaldnast afgreiðslu. Þau eru bara einhverskonar krúsídúlluverkefni á meðan öll alvöru lagasetning er undirbúin og unnin í stjórnarráðinu. Með því að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega frelsum við þingmenn um leið undan þeim þrýstingi að metnaður allra stjórnmálamenn hljóti ávallt að standa til þess að verða ráðherra. Og þeim þrúgandi ónotum að það lýsi einhvers konar metnaðarleysi að vilja aðeins vera Alþingismaður. Þingmennska og ráðherradómur eru eðlisólík störf og því kann það að henta sumum stjórnmálamönnum mun betur að einbeita sér að þingstöfum í stað þess að vera sífellt með augun á ráðherrastólnum. Flestar táknmyndir á þingi endurspegla þá stéttskiptingu sem er á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna: Ráðherrar eru hæstvirtir en þingmenn aðeins háttvirtir. Ráðherranum er ekið í glæsibifreið að framhlið þingsins en þingmenn leggja eigin bíl fyrir aftan húsið. Aðeins myndir af ráðherrum prýða veggi Alþingis. Svona mætti áfram telja. Því er ansi brýnt að losa þingið loksins undan oki ráðherranna og koma löggjafarstarfinu aftur í hendur þingmanna - án afskipta ráðherra sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi samþykkir en ekki að stýra lagasetningarvinnunni. Þingmennska á að vera dyggðugt starf og hver stjórnmálamaður á að vera fullsæmdur af því að sækjast fremur eftir þingmennsku en ráðherradómi. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Á fyrirhuguðu stjórnlagaþingi þarf að endurskoða frá grunni valdskiptingu íslenska ríkisns. Auk þess að ræða persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, kjördæmaskiptinguna og jafnvel lækkun kosningaaldursins í sextán ár tel ég brýnt að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað hvort í heild sinni eða þá forsætisráðherrann einan sem myndi velja með sér aðra ráðherra - sem var það sem Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna lagði til. Í því sambandi eru margar útfærslur mögulegar. En mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað niður undir oki ríkisstjórnarinnar. Lengst af var Alþingi meginvettvangur íslenskra stjórnmála en löggjafarþingið kom inn í landið langt á undan framkvæmdavaldinu. Á síðari árum hefur valdið hins vegar streymt frá þinginu til ríkisstjórnar sem aðeins hefur óbeint lýðræðislegt umboð, í gegnum þingið - sem þó er undir járnhæl leiðtoga stjórnarflokkanna hverju sinni. Við höfum því færst frá ræði þings yfir í ráðherraræði og raunar alla leið yfir í leiðtogaræði. Samt kýs enginn leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þessu þarf að breyta og þetta þarf að laga. Með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu væri hægt að koma beinu lýðræðislegu taumhaldi á ríkisstjórnina. En til að tryggja áframhaldandi þingræði mætti áfram viðhalda þeirri reglu að þingið geti komið ríkisstjórn frá með því að samþykkja á hana vantraust. Öfugt við hina formlegu tilhögun sem segir að þingið velji og hafi taumhald á framkvæmdavaldinu hefur reyndin orðin þveröfug, nú ráða ráðherrar öllu sem máli skiptir á Alþingi. Lagafrumvörp streyma í stríðum straumum frá ráðuneytum til Alþingis og svokölluð þingmannafrumvarp frá sjaldnast afgreiðslu. Þau eru bara einhverskonar krúsídúlluverkefni á meðan öll alvöru lagasetning er undirbúin og unnin í stjórnarráðinu. Með því að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega frelsum við þingmenn um leið undan þeim þrýstingi að metnaður allra stjórnmálamenn hljóti ávallt að standa til þess að verða ráðherra. Og þeim þrúgandi ónotum að það lýsi einhvers konar metnaðarleysi að vilja aðeins vera Alþingismaður. Þingmennska og ráðherradómur eru eðlisólík störf og því kann það að henta sumum stjórnmálamönnum mun betur að einbeita sér að þingstöfum í stað þess að vera sífellt með augun á ráðherrastólnum. Flestar táknmyndir á þingi endurspegla þá stéttskiptingu sem er á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna: Ráðherrar eru hæstvirtir en þingmenn aðeins háttvirtir. Ráðherranum er ekið í glæsibifreið að framhlið þingsins en þingmenn leggja eigin bíl fyrir aftan húsið. Aðeins myndir af ráðherrum prýða veggi Alþingis. Svona mætti áfram telja. Því er ansi brýnt að losa þingið loksins undan oki ráðherranna og koma löggjafarstarfinu aftur í hendur þingmanna - án afskipta ráðherra sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi samþykkir en ekki að stýra lagasetningarvinnunni. Þingmennska á að vera dyggðugt starf og hver stjórnmálamaður á að vera fullsæmdur af því að sækjast fremur eftir þingmennsku en ráðherradómi. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun