Lífið

Dóttir Cher orðin maður

Chaz var illa sáttur með dómarann þegar hann kom út úr réttarsalnum.
Chaz var illa sáttur með dómarann þegar hann kom út úr réttarsalnum.
Dómari í Santa Monica í Kaliforníu samþykkti í vikunni kynskipti dóttur söngkonunnar Cher.

Dóttirin hét Chastity Bono og er barn Cher og Sonny Bono. Hún hefur nú breytt nafninu í Chaz. Fyrir ári síðan var það gert opinbert að Chaz væri byrjaður í hormónameðferð og hann fór í kynskiptiaðferð eftir það.

En eftir ákvörðun dómarans í Santa Monica er Chaz Bono orðinn löglegur karlmaður.

„Mér leið alltaf eins og dreng þegar ég var barn. Það fer mér illa að vera kvenleg. Mín skoðun er að kyn sé milli eyrnanna en ekki lappanna. Ég áttaði mig á því að ég vildi breyta kyni mínu í byrjun tíunda áratugsins þannig að þetta er búið að vera langt ferli," sagði Chaz þegar hann var ennþá Chastity í viðtali við Entertainment Tonight.

Chaz hefur í mörg ár barist við alkóhólisma. Hann segist hafa vaknað upp við vondan draum á fertugsafmæli sínu og áttað sig á því að alkóhólisminn réði lífi hans. Þá ákvað hann að skella sér í kynskiptiaðgerðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.