Lífið

Gaga-strákurinn fær plötusamning

Greyson nálgaðist 16 milljónirnar á YouTube í hádeginu í dag.
Greyson nálgaðist 16 milljónirnar á YouTube í hádeginu í dag.

Hinn tólf ára Greyson Chance er nýjasta internetstjarna heimsins. Hann söng lagið Paparazzi eftir Lady Gaga inn á skólaskemmtun og setti það á YouTube þar sem horft hefur verið á flutninginn 16 milljón sinnum.

Ellen DeGeneres náði í hann í spjallþátt sinn í síðustu viku þar sem hann flutti lagið og spjallaði við átrúnaðargoðið, Lady Gaga, í beinni útsendingu. Hún var mjög hress með flutninginn.

Tónlistarrisinn Interscope Records lét þetta ekki framhjá sér fara og hefur nú gert samning við stráksa. Sagt er að þeir hafi verið svo fljótir til að ekkert annað plötufyrirtæki hafi náð að setja sig í samband áður.

Nokkur líkindi eru með Greyson Chance og hinum 16 ára Justin Bieber, nýjustu táningastjörnunni vestanhafs. Hann byrjaði einmitt á YouTube og landaði plötusamningi í kjölfarið.

Hér er hægt að horfa á Greyson syngja Paparazzi á skólaskemmtuninni.

Hér spjallar hann við Lady Gaga í þættinum hjá Ellen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.