Button: Tímatakan í Mónakó verður erfið 12. maí 2010 14:25 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Mishibata. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli. Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli.
Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira