Dellukallar eyða milljónum í þrívíddarsjónvörp 29. júní 2010 07:00 Þrívíddarsjónvarpstæki er það sem koma skal. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“